Morgunn - 01.12.1930, Side 42
184
M 0 R G U N N
buxurnar. Þá hrópar hann enn einu sinni á hjálp. Br.
Þorláksson stóð enn í fremra herberginu, en þýtur nú
inn til miðilsins og sér, að hann sveiflast á lofti, með
fæturna út að glugganum. Hann tekur þá í hann, dreg-
ur hann niður í rúmið og heldur honum þar. Þá finnur
hann, að bæði honum og miðlinum er lyft upp, og hróp-
ar þá á Þórð Oddgeirsson til hjálpar. Þórður fer inn í
svefnherbergið, en á móti honum er kastað stól, sem
féll niður hjá ofninum í fremra herberginu. Þórður
sveigði til hliðar til þess að komast hjá stólnum, og kom
nú inn í svefnherbergið. Brynjólfur lá þá ofan á brjósti
miðilsins, en Þórður lagðist ofan á kné hans, og var
hann þá allur á iði í rúminu. Þá var undirkoddanum
undan svæfli miðilsins kastað upp í loftið, og féll hann
niður á gólfið. í sömu andránni komu kertastjakarnir,
sem voru í fremra herberginu, og var þeim þeytt niður
í svefnherberginu.
Þegar miðillinn hafði lokið við eða því nær lokið
við að klæða sig og stóð nú 'við hliðina á þeim Brynjólfi
og Þórði í fremra herberginu, þá sjá þeir allir þvotta-
skál, sem stóð á þvottaborði í svefnherberginu, koma
fljúgandi, og brotnar hún á ofninum. Þeir hlupu þá all-
ir út. Þegar miðillinn var að fara út úr herberginu, seg-
ir hann, að hann sjái Jón taka vatnskönnu og kasta að
Þórði Oddgeirssyni, sem gekk síðastur. Þórður læsti dyr-
unum á eftir þeim. Þegar komið var inn í herbergið
næsta morgun, lá vatnskanna Þórðar í molum á gólf-
inu. Það var kl. 2i/ó um nóttina, er þeir fóru úr húsinu
og heim til Kvarans.
Hinn 16. des. áræddum við loksins að halda venju-
legan tilraunafund í félagshúsinu eftir þessa reimleika.
Ókyrrleiki byrjaði næstum þegar í stað. Stjórnandinn
útskýrir nú fyrirbrigðin, sem Jón hafði verið valdur að.
Hann segir, að Jón hafi náð í nokkurn kraft frá þeim
(stjórnendunum), einnig frá Magnúsi Ólafssyni (ljós-
myndaranum), og að nokkru leyti frá öðrum manni eða