Morgunn


Morgunn - 01.12.1930, Page 42

Morgunn - 01.12.1930, Page 42
184 M 0 R G U N N buxurnar. Þá hrópar hann enn einu sinni á hjálp. Br. Þorláksson stóð enn í fremra herberginu, en þýtur nú inn til miðilsins og sér, að hann sveiflast á lofti, með fæturna út að glugganum. Hann tekur þá í hann, dreg- ur hann niður í rúmið og heldur honum þar. Þá finnur hann, að bæði honum og miðlinum er lyft upp, og hróp- ar þá á Þórð Oddgeirsson til hjálpar. Þórður fer inn í svefnherbergið, en á móti honum er kastað stól, sem féll niður hjá ofninum í fremra herberginu. Þórður sveigði til hliðar til þess að komast hjá stólnum, og kom nú inn í svefnherbergið. Brynjólfur lá þá ofan á brjósti miðilsins, en Þórður lagðist ofan á kné hans, og var hann þá allur á iði í rúminu. Þá var undirkoddanum undan svæfli miðilsins kastað upp í loftið, og féll hann niður á gólfið. í sömu andránni komu kertastjakarnir, sem voru í fremra herberginu, og var þeim þeytt niður í svefnherberginu. Þegar miðillinn hafði lokið við eða því nær lokið við að klæða sig og stóð nú 'við hliðina á þeim Brynjólfi og Þórði í fremra herberginu, þá sjá þeir allir þvotta- skál, sem stóð á þvottaborði í svefnherberginu, koma fljúgandi, og brotnar hún á ofninum. Þeir hlupu þá all- ir út. Þegar miðillinn var að fara út úr herberginu, seg- ir hann, að hann sjái Jón taka vatnskönnu og kasta að Þórði Oddgeirssyni, sem gekk síðastur. Þórður læsti dyr- unum á eftir þeim. Þegar komið var inn í herbergið næsta morgun, lá vatnskanna Þórðar í molum á gólf- inu. Það var kl. 2i/ó um nóttina, er þeir fóru úr húsinu og heim til Kvarans. Hinn 16. des. áræddum við loksins að halda venju- legan tilraunafund í félagshúsinu eftir þessa reimleika. Ókyrrleiki byrjaði næstum þegar í stað. Stjórnandinn útskýrir nú fyrirbrigðin, sem Jón hafði verið valdur að. Hann segir, að Jón hafi náð í nokkurn kraft frá þeim (stjórnendunum), einnig frá Magnúsi Ólafssyni (ljós- myndaranum), og að nokkru leyti frá öðrum manni eða
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.