Morgunn


Morgunn - 01.12.1930, Side 46

Morgunn - 01.12.1930, Side 46
188 MOIiGUNN þeir hafi helt einhverjum efnum í enni miðilsins, og þessi efni hafi farið inn í höfuð hans, og gert að engu kraftinn, sem Jón hafði notað. Þeir biðja fundarmenn að þreifa á enni miðilsins, og fundu þeir, að ennið var vott, eins og af olíu. Aðalstjórnandinn sagði, að sér og lækninum væri nú ekki framar svo ákaflega ant um, að koma í veg fyrir, að Jón kæmist í samband, því að læknirinn væri allsendis öruggur um að geta bægt hon- um frá, hann hefði í því skyni ráð á mjög sterku efni. Ennfremur skýrði hann frá, að þeir hefðu nú sett sér- staka nefnd, sem hefði Jón til meðferðar, og sagði, hverjir þessir nefndarmenn væru. Á næsta fundi urðum við vör við nálægð Jóns við og við. Á fundi 27. des. talaði stjórnandinn Sigmundur lengi og leitaðist við að útskýra fyrir okkur, hvernig líkamninff færi fram. Hann líkti útfryminu við fínan úða úr vökvun- arkönnu, og sagði, að það væru nokkurs konar gufukend- ar geislanir, sumar litlausar og sumar með dekkri lit- blæ. Eg get ekki stilt mig um að minnast á, hve merki- lega þetta kemur heim við seinni athuganir dr. Craw- fords. — Á fundi 30. des. heyrðist Jón í fyrsta skifti tala utan við miðilinn. Við sama tækifæri var það, að hinn ósýnilegi kraftur ekki að eins kipti af tröppunni upp í ræðustólinn, heldur tók einnig vatnskönnu af hyllu uppi yfir stólnum og helti vatni yfir einn fundarmann og í vasa hans. Annar fundarmaður var snertur með kaldri hendi, og ýmsir aðrir fundu, að þeir voru snertir. Fyrverandi embættislæknir frá kaupstaðnum, þar sem Jón hafði átt heima, sem hafði þekt hann sjálf- an, fékk að sitja beint á móti miðlinum, af því að hann var dálítið heyrnardaufur. Hinn ósýnilegi starfandi sýndist hafa sérstaka löngun til að áreita hann. Einu sinni, þegar hann varð of áleitinn, minti læknirinn hann á, að það væri óþakklátt að ýfast við sig, sem hefði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.