Morgunn - 01.12.1930, Síða 46
188
MOIiGUNN
þeir hafi helt einhverjum efnum í enni miðilsins, og
þessi efni hafi farið inn í höfuð hans, og gert að engu
kraftinn, sem Jón hafði notað. Þeir biðja fundarmenn
að þreifa á enni miðilsins, og fundu þeir, að ennið var
vott, eins og af olíu. Aðalstjórnandinn sagði, að sér og
lækninum væri nú ekki framar svo ákaflega ant um,
að koma í veg fyrir, að Jón kæmist í samband, því að
læknirinn væri allsendis öruggur um að geta bægt hon-
um frá, hann hefði í því skyni ráð á mjög sterku efni.
Ennfremur skýrði hann frá, að þeir hefðu nú sett sér-
staka nefnd, sem hefði Jón til meðferðar, og sagði,
hverjir þessir nefndarmenn væru.
Á næsta fundi urðum við vör við nálægð Jóns við
og við.
Á fundi 27. des. talaði stjórnandinn Sigmundur lengi
og leitaðist við að útskýra fyrir okkur, hvernig líkamninff
færi fram. Hann líkti útfryminu við fínan úða úr vökvun-
arkönnu, og sagði, að það væru nokkurs konar gufukend-
ar geislanir, sumar litlausar og sumar með dekkri lit-
blæ. Eg get ekki stilt mig um að minnast á, hve merki-
lega þetta kemur heim við seinni athuganir dr. Craw-
fords. —
Á fundi 30. des. heyrðist Jón í fyrsta skifti tala
utan við miðilinn. Við sama tækifæri var það, að hinn
ósýnilegi kraftur ekki að eins kipti af tröppunni upp
í ræðustólinn, heldur tók einnig vatnskönnu af hyllu
uppi yfir stólnum og helti vatni yfir einn fundarmann
og í vasa hans. Annar fundarmaður var snertur með
kaldri hendi, og ýmsir aðrir fundu, að þeir voru snertir.
Fyrverandi embættislæknir frá kaupstaðnum, þar
sem Jón hafði átt heima, sem hafði þekt hann sjálf-
an, fékk að sitja beint á móti miðlinum, af því að hann
var dálítið heyrnardaufur. Hinn ósýnilegi starfandi
sýndist hafa sérstaka löngun til að áreita hann. Einu
sinni, þegar hann varð of áleitinn, minti læknirinn hann
á, að það væri óþakklátt að ýfast við sig, sem hefði