Morgunn - 01.12.1930, Page 47
MORGUNN
189
gefið honum of margan sopann til þess að verðskulda
slíka áreitni. Þess má hér um leið geta, að læknirinn
sagði okkur, að Jón hefði engan veginn verið vondur
^aður, en nokkuð hneigður til drykkjar, og stundum
Sjarn á hrottaskap og hrekki.
Á fundi 4. jan. náðu þessir ókyrleikar hámarki
sínu. Stúdent, sem var skygn, sá Jón iðulega kasta til
hlutum. Meðan hafðar voru nákvæmar gætur á báðum
höndum miðilsins, var stóllinn, sem hann sat á, mölbrot-
lnn, og sumum brotunum kastað í stóran hengilampa
1 salnum. Lampinn brotnaði í mola, hjálmur, glas og
°líukúla, og féllu brotin niður í höfuð Birni Jónssyni.
Áðalfundarstjórinn sagði þó, að þetta hefði verið óvart,
°g Jón hefði ekki ætlað að brjóta lampann. Annað fyr-
jrbrigði var það, að klukku, sem hafði staðið á hyllu yf-
lr ræðustólnum, var hringt hvað eftir annað á ýmsum
stöðum í fundarsalnum yfir höfðum fundarmanna, og
bví næst féll hún niður slcamt frá dyrum líkamninga-
herbergisins; var það eitt hið eftirtakanlegasta fyrir-
hrigði, sem eg hefi nokkurn tíma verið við. Og þetta var
svo, ekki einungis í okkar augum, því að eftir á lét
stjórnandinn Sigmundur í ljós, að þetta væri afrek, sem
eilginn annar en Jón væri fær um, og ef þeir þyrðu að
t^eysta honum, mundu þeir ekki hugsa sig tvisvar um
að gjöra hann að lyftingastjóra.
Eftir þennan fund fór miðillinn með nokkrum vin-
Urn sínum inn á veitingahús að fá sér kaffi. Meðan þeir
v°ru þar inni gekk miðillinn út í garðinn, og undruðust
heir, er hann kom ekki aftur. Þeir leituðu að honum,
en fundu hann ekki. Hér um bil klukkan 11 Yl um kvnld-
ih, kom miðillinn í miðilsástandi heim til Kvarans og
fér rakleitt upp á loft. Við stigann ávarpaði „norski
l&knirinn“ Kvaran og sagði, að hann þyrfti að tala við
hann. Miðillinn fer inn í dimmt herbergi og sezt í stól.
Fundinum var nú haldið áfram þarna, og voru fundar-
menn fjölskylda Kvarans og herra Guðmundur Kamb-