Morgunn - 01.12.1930, Qupperneq 49
MORGUNN
191
ut af þeim umskiftum, sem oi-ðin séu. Þeir skýra frá, að
ftúðillinn hafi verið tekinn í miðilsástand í veitingahúss-
Sarðinum, og einnig, að Hallgrímur Pétursson sé farinn
^ieð Jóni til að gæta hans.
Miðillinn vaknar þá og undrast, þegar hann sér,
hvar hann er. Hann hafði komið hattlaus og frakkalaus.
Á næsta fundi mintist aðalstjórnandinn á, hversu
undarlega kraftmikill Jón væri, hann hefði að nokkru
^eyti fengið fyrri líkama sinn; hann væri í raun og veru
hlcamaður, hefði fastan líkama, þótt hann væri ósýni-
legur öðrum en þeim, sem væru skygnir.
Eg held það sé rétt, að geta um það, að þó að við
um tíma yrðum ekki vör við, að Jón væri nálægur, héld-
um við þó áfram að fá fregnir af honum. 1 fyrsta sinn
eftir bænafundinn heyrðum við frá honum 16. jan., þá
talaði Hallgrímur Pétursson gegnum miðilinn og sagði:
>»Nú er eg hér aftur; í staðinn, þar sem eg var nýlega,
hefi eg aldrei komið áður. Eg kom rétt til þess að láta
ykkur vita, að öllu miðar jafnt áfram. En svo mikið get
e& sagt ykkur, að þegar eg fer frá, til að hafa sam-
band við ykkur, verð eg að loka dyrunum á eftir mér,
til þess að aðrir sltuli ekki vita, hvert eg fer“. Okkur
hafði þegar verið sagt, að Jón yrði að fara til síns
staðar, niður í myrkrið.
Næst fengum við vitneskju um hann 3. febr., þeg-
ar H. P. talaði aftur og sagði: „Jón sendir ykkur kveðju
sína; mér hefir nú tekist að lyfta honum eitt stig —
Há neðstu kolagryfjunni. Honum fanst sem miklum
hunga væri létt af honum. Hann var um hríð kvalinn
af næstum því óþolandi samvizkubiti út af því, að hafa
fungið — þótt hann væri sjálfsmorðingi — tækifæri til
sambands og þá notað það til að gjöra öðrum mein“.
Ennfremur skýrði hann frá, að hann vekti yfir honum;
>>eg gæti“, sagði hann, ,,borið það saman við móður,
sem vakir yfir sjúku barni sínu. Hann þurfti þess líka
nieð“.