Morgunn - 01.12.1930, Blaðsíða 53
M O R G U N N
195
Það sem mér þykir óskiljanlegt í öllum þessum at-
burðum er það, að miðillinn skyldi gjöra hina heimsku-
legu tilraun til að blekkja, þegar myndin var tekin. Eg
segi heimskulegu, því að blekkingin hlaut að
komast upp undir eins, sem hún og gjörði. Við gjörðum
tilraunir með hann í nærri því fimm ár, en þó að hans
væri vandlega gætt af mjög efagjörnum mönnum, bæði
íélagsmönnum og utanfélagsmönnum, var hann aldrei
Sripinn í neinni tilraun til að blekkja, nema þessari
einu. Var hann á þessu augnabliki gripinn af einhvers-
i<onar brjálsemi, eða var hann undirorpinn nokkrum
sefjandi áhrifum, sem sviftu hann umráðum yfir eigin
nthöfnum sínum? Eða hafði Jón, ef hann er sérstök
Vera, náð stjórn á honum, og kom hann honum til að
iremja svikin, til þess að gjöra hann tortryggilegan í
augum okkar, og láta okkur hætta að trúa honum?
^að hefði verið vísasti vegurinn til þess, að allar tilraun-
okkar hefðu farið út um þúfur. Fékk Jón yfirhönd
y±'ir norska lækninum, án þess að læknirinn yrði þess
Var, þegar krafturinn var tekinn frá miðlinum? Hefir
^ann ef til vill verið tekinn í miðilsdá? Enginn veit það,
en hrygluhljóðið gæti bent á það, og ef svo hefir verið,
hefir Jón að öllum líkindum orsakað miðilsástandið.
^rygluhljóðið, sögðu stjórnendurnir okkur, að væri ein-
^enni Jóns, sem hefði druknað. En eitt er víst, að ef
J^etta hefir verið þannig, þá hefir verið séð um, að mið-
^llinn skyldi vakna, áður en myndin var tekin.
Ef trúa má framburði stjórnendanna og seinna
Jóns sjálfs, þá játar hann að hann hafi ónýtt myndatil-
raunina. Og þér getið nærri, hve ósegjanlega við hefð-
llrU Jíjört miðlinum rangt til, ef við fyrir þessa sök hefð-
um hætt öllum tilraunum og opinberlega lýst hann svik-
al’a. Hann reyndist sami afburða miðillinn eftir þetta
eitts og áður.
Af þessu dreg eg þá ályktun, að gætilegar ætti að
-ava með miðla en stundum er gjört, einkum af óæfðum
13*