Morgunn - 01.12.1930, Síða 55
MOEÖUNN
197
u*n að gefast upp. Vér verðum að læra að sneiða hjá
keldunum og reyna til að komast að, hvar torfærurnar
15ggja, eins og hinn frábæri forvígismaður þessa máls,
dr. James H. Hyslop heitinn, oft benti á. Sjómenn gáfust
ekki upp við siglingar, þó að þeir rækjust á sker við
klettótta strönd, eða þó að myrkur og þoka gjörðu sigl-
mgar ennþá hættulegri. En siglingamenn hafa smátt og
smátt gjört uppdrætti af ströndunum og merkt á þá alla
kletta og sker. Þeir hafa reist vita, og fundið upp ýms
ahöld, til að draga úr hættunum, sem stafa af myrkri
°g þoku. Mundum vér ekki telja þann skipstjóra heimsk-
aa, sem hirti aldrei um uppdrætti né vita og aldrei hægði
^erð á skipi sínu, hversu þykk þoka sem væri? En á-
bekkar þessu eru í raun og veru aðfarir sumra rann-
sóknarmannanna, sem eru óæfðir og um skör fram
strangir. Sumir þeirra hafa auðsjáanlega þann tilgang,
að ljósta upp svikum, og það er hugsanlegt, að þessar
tortryggingar geti stundum verið nógu sterkar til að
hafa áhrif á miðilinn.
Eg minnist að hafa lesið eftir geðveikralækni eða
íangelsislækni eitthvað um sorgarsögu miðlanna. Því
miður er nokkuð til, sem svo mætti nefna. En þegar vér
í allri alvöru förum að leita að tildrögunum, sem til
beirrar sorgarsögu liggja, þá skyldi mig ekkert furða,
]>ótt aðalorsökin reyndist vera þekkingarleysi vor sjálfra.
I umræðunum um frásögn próf. H. Níelssonar lét
hr. Dingwall í ljósi, að hann harmaði það, að sálarrann-
sóknafélagið brezka hefði ekki fengið vitneskju um, að
til væri í Reykjavík slíkur miðill, sem Indriði Indriðason,
Því að það mundi vissulega hafa gjört út erindreka frá
London til að kynna sér fyrirbrigðin. Hann undraðist
eir>nig, að ekki hefði verið boðið skilríkum mönnum að
Vera á tilraunafundunum.
Herra Haraldur Níehsson svaraði, að mörgum máls-