Morgunn - 01.12.1930, Blaðsíða 60
202
M 0 R G U N N
upp það, sem eg varð var við, og senda mér það, með
leyfi til þess að lofa öðrum að heyra það eða sjá, hvers
hún varð vísari.
Skýrsla hennar er mjög skýr og greinileg; hún
hefir sundurliðað alt mjög nákvæmlega. 1 bréfinu, er
hún sendi mér, setur hún fyrst allar lýsingarnar og svo
ályktanir og skýringar í sömu röð. Eg ætla að taka
lýsingarnar í þeirri röð, er hún setur þær, og ályktanir
hennar jafnskjótt með hverri lýsingu, svo að þið getið
betur fylgst með hverju atriði út af fyrir sig.
Frásögnin er sem næst orðrétt, eftir því sem hún
fór okkar á milli.
1. „Það, sem eg (ísleifur) hefi orðið var við og skýr-
ast séð, síðan þér komuð inn, er gamall maður, sem
er eitthvað nákominn yður. Hann er frekar stór, mun
hafa síðast gengið við staf, — andlitinu lýst nákvæm-
lega. — Hann hefir verið í morleitum fötum. Lítur út
fyrir að hafa verið bóndi. Hann hefir verið skjálfhent-
ur, eða hann hefir haft þann vana, að hrista hönd-
ina og tifa til fingrunum. Hann er með hest, sem út-
lit er fyrir, að honum hafi þótt mjög vænt um. Hest-
urinn er dökkur að lit. Hann er ákaflega stór og föngu-
legur. — Hestinum var lýst nokkuð nánara. — Gamli
maðurinn hefir verið einhvers konar veiðimaður og haft
ákaft yndi af því, sérstaklega á yngri árum. Hann hef-
ir verið fjör- og dugnaðarmaður“.
Umsögn Rannveigar: „Lýsingin á gamla mannin-
um er nákvæm lýsing á Einari heitnum Einarssyni, afa
mannsins míns. Hann var bóndi á Urriðafossi, og fékst
afar mikið við laxveiði, sérstaklega á yngri árum. Lýs-
ingin á hestinum stendur heima að vera af hesti, er bar
lík gamla mannsins til grafar. Faðir minn átti hest-
inn. Hann var nágranni Einars, og hafði hann verið
búinn að biðja föður minn að lána sér Brún til kirkj-
unnar í síðustu kirkjuferðinni hérna megin. Hestur