Morgunn - 01.12.1930, Qupperneq 66
208
MOKGUNN
átti að segja þér, að hún færi að klæða sig- eftir 40
daga“. Kona mín dregur þetta í efa, að það geti verið
rétt, en Steindór sinnir því ekkert. 10. eða 11. febrúar
er hún athuguð af lækninum, og telur hann, að óhætt
sé, að hún fari að klæða sig. Hún fer svo í föt næsta
dag, en finnur strax, að hún getur ekki hreyft sig. Dag-
inn eftir er hún aftur lakari. Læknirinn telur þá fóta-
ferð ekki tiltækilega, að svo komnu. 20. febrúar fer
hún svo að klæðast, og var á fótum altaf úr því. Það
virðist svo, sem þeir hafi séð sæmilega vel þann tíma,
sem hún átti eftir að vera í rúminu, enda hafði ekki ver-
ið mikið hik á Steindóri litla, er hann sagði, að eftir 40
daga færi hún að klæðast, og að honum fanst alveg
óþarfi að vera að ræða frekar um það. Hann væri viss
um, að það væri rétt, sem hann segði.
Tveir samhandsfundir.
Fundir þessir voru haldnir fyrir þau hjónin Stein-
þór Guðmundsson og Ingibjörgu Benediktsdóttur frá
Akureyri. Eg tek hér upp orðrétt skýrslu Steinþórs af
fundum þessum.
,,Haustið 1929 dvöldum við hjónin nokkurn tíma
í Reykjavík. Fengum við á þeim tíma tvo miðilsfundi
hjá ísleifi Jónssyni. Á fyrri fundinum var sambandið
aðallega helgað lækningatilraunum við konu mína. —-
Komu þar fram merkilega nákvæmar sjúkdómslýsing-
ar, en sem ekki hafa gildi fyrir aðra en þá, sem kunn-
ugir eru. Aðrar sannanir komu ekki fram á þeim fundi.
Síðari fundurinn var haldinn 2. okt., næstsíðasta kvöld-
ið er við dvöldum í höfuðstaðnum. Á fundinum voru:
við hjónin, miðillinn og kona hans. Miðillinn bjóst ekki
við miklum árangri af fundinum, og bað okkur athuga
vel, hvort kvöldinu yrði ekki betur varið til þess að
kveðja einhverja kunningja. En við vorum ákveðin í
því að láta fundinn sitja fyrir öllu öðru, enda höfðum