Morgunn - 01.12.1930, Qupperneq 69
M O R G U N N
211
Ekkjan er gift aftur, og býr á öði'um bæ innar við
íjörðinn.
Á eftir þessu kom lýsing á leikstöðvum mínum frá
^ernskuái'unum, svo nákvæm, að enginn annar en sjón-
aJ*vottur gat lýst því eins. Mest snerist lýsingin um klett
einn fyrir ofan bæinn. Sagði hann, að við hefðum haft
Þennan klett fyrir kirkju. Þar hefði eg verið að messa
yfir hinum krökkunum. Þetta er alveg rétt. Nokkurn
sPöl frá bænum er stór, sérstakur steinn. Hann er svo
hár, að við urðum að vega okkur upp á hann á hand-
lás, eftir nokkurskonar einstigi, og eldri börnin hjálpuðu
þeim yngri. Steinninn var flatur að ofan og með bolla í
miðju, en til endanna eins og lágir bekkir, hæfilegt sæti
íyrir krakkana. Eg hafði snemma fyrir sið, að tóna eins
hátt og eg gat, líkt og eg hafði heyrt prestinn gera í
hirkjunni.
Steindór litli heldur nú áfram:
„Einn drengurinn er haltur“. „Það er ómögulegt“,
segi eg. Eg mundi í svipinn ekki eftir neinum höltum
áreng. „Jú, jú“, segir Steindór, „hann er draghaltur.
Það er eins og annar fóturinn sé ,,stuttari“ en hinn“.
^ið þetta rann upp ljós fyrir mér. Tveim vetrum áður
ea eg fermdist kom drengur á heimilið, jafnaldra mér.
Ánnar fóturinn á honum var styttri, svo að drengur-
’nn gekk mikið haltur. Þessi drengur varð fyrsti nem-
andi minn. Mér var ætlað það hlutverk, að búa hann
nndir fermingu, en hann var illa á vegi staddur með
iserdóminn. Þessum dreng hafði eg alveg gleymt, þar
«1 Steindór litli kom með „stuttari" fótinn. Steindór
Varð afar glaður, er eg kannaðist við halta drenginn.
ííann sagði, að bróðir minn væri afar fagnandi yfir að
hafa komið þessu til mín. Hann sagði, að hann klappaði
á herðar mér, til að þakka mér fyrir, að hafa látið þetta
S1tja fyrir öðru. Þar með var sambandinu lokið.
Skýrslunni um fundinn er nú lokið. En mig langar
14*