Morgunn - 01.12.1930, Qupperneq 70
212
MORGUNN
til að bæta við svolítilli umsögn frá Steinþóri Guðmunds-
syni. —
Hann segir svo: „Eg held mér sé óhætt að fullyrða,
að miðillinn hafi ekkert vitað um, að eg hafði mist bróð-
ur. Áreiðanlega hefir hann ekkert þekt hagi lians. Á
æskuheimili mitt hefir hann aldrei komið, og mér vit-
anlega engin kynni haft af fólki úr átthögum mínum,
nema sjálfum mér, og eg hefi aldrei sagt honum neitt
um fólk eða staðhætti þar. En lýsingarnar allar voru svo
skýrar og nákvæmar, að ómögulegt var um að villast.
Aðeins á einu atriði skeikaði. Það var um aldur bróður
míns. Þá er hann dó, var hann 5 árum eldri en eg er
nú. Bróðir minn hafði alls ekki í hug mér komið í sam-
bandi við þessa fundi. Aftur á móti áttum við hjónin
fastlega von á sambandi við aðra framliðna vini og
vandamenn. Við höfum stundum áður haft sambands-
fundi, með ófullkomnum tækjum, og fáum þá venju-
lega sömu samböndin, en Finnbogi bróðir minn hefir
hvorki fyr né síðar sagt til sín. Engir þeirra, er við vænt-
um mest, eða bjuggumst helzt við, komu í sambandið.
Það eru því engar líkur til, að neitt af þessu hafi verið
sótt í minn hug, og til annara fundarmanna var ekki unt
að sækja það. Eg er þvi ekki í neinum vafa um, að eg
hafi fengið þarna raunverulegt samband við Finnboga
bróður minn“.
Steindór litli.
Eg hefi áður sagt nokltuð frá honum í erindi, er eg
hélt hér í þessu félagi í apríl 1927. Hann er altaf sami
skemtilegi drengurinn, barnalegur og smástríðinn. —
Hann hefir sett fram þá staðhæfingu, að hann ætli altaf
að vera barn, meðan hann fái að koma í sambandið til
olckar. Hvernig það má verða, er eg ekki fær um að
útlista. Eg ætla aðeins að koma með fáein skemtileg
smásamtöl við Steindór litla, er sýna glögglega, að hann
fylgist vel með ýmsu, sem gerist hér hjá okkur. — Hann