Morgunn - 01.12.1930, Blaðsíða 81
MORGUNN
223
aWeg; en við urðum að halda áfram. Eftir nokkurn tíma
komum við á yndislegar grænar grundir. Við fundum, að
Vlð áttum að hvíla okkur þarna. Drengirnir, sem komið
höfðu með okkur alla leið, urðu svo hrifnir, að þeir grétu
gleði. Það var einna líkast að sjá þá, eins og ef þið
hefðuð hitt drengi úti á götu í næðingskulda og nórðan
r°ki, klæðlitla og svanga, leitt þá inn í hlýja stofu, sett
frá á dúnmjúka svæfla, og gefið þeim ljúffengasta mat að
öorða. Að þið hefðuð tekið bláar og kaldar hendurnar á
l,eim og haldið þeim milli heitra handa ykkar, þangað
ylinn lagði alla leið inn að hjartarótum þeiri’a.
Þá er við höfðum verið þarna nokkra stund, kom
sendiboði til okkar. Hann sagði, að nú ættum við, sem
sendir höfðum verið, að hvíla okkur. En er við drengirn-
lr áttum að fara að skilja, fundum við, að það var komið
eins og band á milli okkar allra, svo að við áttum erfitt
^eð að skilja. Allir drengirnir féllust nú í faðma. En
það var eins og allir drengirnir — báðir flolckarnir, —
ynðu að einum faðmi, sem innilyki hvern einstakan og þó
aUa í einu. Það er ein sú dásamlegasta stund, sem eg hefi
haft, stundin, er við vorum að skilja, eða þá er við eins
°£ kvöddum þessa félaga okkar, sem við höfðum flutt úr
haldrana kærleiksleysisins og inn í ylhlýju og yndisleika
kærleikans.
Við héldum því næst inn á sumarlandið, land hvíldar-
íanar. Við vissum, að sendiboðinn fór með drengjahópinn
«1 þeirra, sem áttu að kenna þeim áframhaldið.