Morgunn - 01.12.1930, Side 85
M0RGUNN
227
Ur> sem maður vonast eftir; svo maður verður að vera
dálítið fljótur að átta sig.
Það er líka eins og verurnar geti ekki verið nema
Hkveðinn tíma, á að gizka einn fjórða part úr mínútu
að jafnaði; sumir geta verið lengur, sumir skemur.
Það næsta, sem eg man eftir, var það, að kona
kom og stefndi beint til okkar. Hún vafði handleggjun-
Uln utan um hálsinn á íslenzka manninum, sem sat á
ttilli okkar önnu, og faðmaði hann innilega.
Hann þekti þar fyrri konu sína, og mælti til henn-
ar ástúðar orð. Um leið og hún var að fara, greip hún
utan um hálsinn á Önnu systur minni og strauk hend-
mni fram með vanganum á henni, svo henni varð hverft
Vlð og komst í mikla geðshræringu.
Þessi lílcamning var afar sterk og greinileg. Og
fanst mér svo mikið um þetta, að það komu tár í aug-
un á mér og eg leit niður fyrir mig.------
Alt í einu sé eg hvíta veru beint fyrir framan mig.
Eg lít upp til að athuga hana, og þekki hana strax,
°5? hrópuðum við Anna báðar jafn-snemma: „Mamma!
— Mamma!"
Hún segir „já-já“, eins og með ekka, breiðir báð-
ar hendurnar á móti okkur Önnu og segir, á íslenzku:
’iElskurnar — elskurnar mínar“.
Eitthvað sagði hún meira, sem við gátum ekki
k^eint, sem stafaði með fram af því, að við vorum í
svo mikilli geðshræringu. —
Svo tekur hún utan um hálsinn á mér, faðmar mig
°S hallar sér að mér. Eg fann hana eins vel og hún
væri lifandi.
Því næst reisir hún sig upp, tekur í flýti slæðu af
höfðinu á sér og bregður henni yfir höfuðið á mér, og
svo yfir höfuðið á Önnu.
Síðan hverfur hún inn í byrgið.
Þetta hafði svo sterk áhrif á okkur, að við fórum
15*