Morgunn - 01.12.1930, Qupperneq 92
234
M 0 R G U N N
Hann var ekki að eins sitalandi um þetta mikla áhuga-
mál sitt á fjölsóttum mannfundum á Englandi af glæsi-
legri mælsku, og sí-skrifandi um það í blöðum og bók-
um, heldur ferðaðist hann og um Ástralíu, Bandaríkin,
Canada og Suður-Ameríku á gamals aldri til þess að
boða það. Hann var allvel auðugur maður af ritstörfum
sínum, og hann jós út fé á báðar hendur til styrktar
þessu málefni. Til þess gekk og allur ágóðinn af er-
indunum, sem hann flutti á þessum löngu og erfiðu
ferðum sínum.
Trúarjátningar-Sjálfsagt er einhverjum hér á landi það
rimma i Dan- minnisstætt, að fyrir nokkurum árum
mörku. var j Danmörk rimma út úr hinni postul-
legu trúarjátning. Prestur einn, gáfaður og merkur mað-
ur, sonur fyrrverandi Sjálandsbiskups, gat ekki í öllum
efnum fallist á þá játningu. Ekki ætlaði hann samt að
fella hana burt við skírnarathöfnina. En áður en hann
fór með hana við þá athöfn, mælti hann fram stuttan
formála, sem óbeinlínis benti á það, að ekki væri að
sjálfsögðu allir viðstaddir fyllilega sammála henni. Fyr-
ir þetta varð presturinn að víkja úr dönsku þjóðkirkj-
unni.° Þessi danski málarekstur rifjast eðlilega upp við
tíðindi, sem gerst hafa í þjóðkirkju íslands á þessu ári.
Prestur hefst Einn af íslenzku prestunum, síra Jakob
máls gegn Jónsson á Norðfirði, hefir hafist máls í
hinni postullegu „Straumum" gegn þessari trúarjátning.
trúarjátmng. jjann jejur þag kenningakerfi, sem ligg-
ur bak við hana, úrelt í trúarvitund fjölda manna.
.„Fjöldi presta og foreldra, sem lesa og heyra þessi orð“,
segir hann, „leggja enga áherzlu á að halda trúarjátn-
ingunni með óbreyttu innihaldi að börnum og fullorðn-
um“. Prestinum finst það nokkuð mikil óheilindi og tví-
veðrungur, að halda samt sem áður postullegu trúar-
* Eg man, að eg las í dönsku blaði, sem gerði grein fyrir úr-
slitmn málsins, þá skýringu, að í þjóðkirkju Dana hefðu prestar kenn-
Ingarfrelsi en ekki rítúalfrelsi.