Morgunn - 01.12.1930, Qupperneq 95
M 0 R G U N N
237
kvæmd kirkjulegra athafna, sem lagagreinar, sem í
engu mætti víkja frá, þá væru þær þó settar til þess að
viðhalda góðri reglu í kirkjunni, og til þess ætlast, að
þeim væri fylgt af þjónum kirkjunnar".
Varfærni Hins vegar leit biskup svo á, sem þessir
nauðsynleg. tímar hvettu „til allrar varfærni í með-
ferð slíkra mála. Á vorum tímum, sem væru réttnefnd-
lr leysingatímar, einnig í andlegu tilliti, yrði að líta á
margt í kirkjulegum efnum öðrum augum en gert hefði
verið fyrir 30—40 árum. Á vorum tímum reyndu ótal
stefnur og nýmæli að vinna sér fylgi, og væri því ekk-
ert tiltökumál, þótt einnig ungir prestar létu ánetjast
slíku, og lentu við það í efasemdabaráttu, sem hefði
verið óþekt fyr á tímum. Að efasemdir um gildi hinnar
Postullegu trúarjátningar í einstöku greinum hennar
sæki á unga presta og óharðnaða, sem enn hefðu ekki
gert sér fulla grein fyrir afstöðu presta til trúarjátn-
mgarinnar, kæmi og hefði komið víðar fyrir en hjá
oss, og eins það, að prestar kynokuðu sér við að fara
með játninguna, af því að þeir gætu ekki viðurkent
sannleika allra einstakra liða hennar fyrir sig persónu-
Jega. Það væri leitt, að slíkt skyldi geta komið fyrir,
°g það þess heldur, sem svo yrði að líta á, sem þessi
beygur væri á misskilningi bygður“.
Kirkjustjórnin „En biskup kvaðst ekki sammála þeim,
á ekki að sem héldu því fram, að kirkjustjórninni
hefjast handa. bæri þegar að hefjast handa út af slíku
helzt að víkja slíkum mönnum úr þjónustu sinni
sem óhæfum, allra sízt meðan ekki hefðu komið fram
neinar kvartanir frá söfnuðunum, sem sjálfir hefðu
kosið þá. Hann taldi sig yfirleitt mótfallinn öllum mála-
vekstri út af andlegum málum, því að reynslan hefði
margsýnt, að kirkjunni og hennar málefni væri sízt
gerður greiði með slíku, og þó enn síður prestastétt-
mni, auk þess sem allur slíkur málarekstur yrði til þess
sð vekja æsingar, úlfúð og illindi og þannig til þess að