Morgunn


Morgunn - 01.12.1946, Page 5

Morgunn - 01.12.1946, Page 5
MORGUNN 75 alds Níelssonar. Einkum fór hann sterkum viðurkenning- arorðum um Harald, sem hafði tekið þátt í alþjóðaráð- stefnu spíritista í Kaupmannahöfn árið 1921 og flutt síð- an merk erindi í Danmörku um málefnið. Hann gat þess, að á hernámsárunum hefði starf spíritista í Danmörku átt við mikla örðugleika að stríða og málstaður þeirra sætti stöðugum ofsóknum frá hendi klerka, blaðanna og dóm- stóla þar í landi. En þrátt fyrir hvers konar ofsóknir væri hreyfingin í vexti og mundi halda áfram að vaxa, hversu sem móti yrði lagst, af því að hún beittist fyrir málstað sannleikans. Síðan hófst messugerð með bænum, kórsöng og heitum ræðum. Islenzkum spíritistum mundi þykja slík messugerð nýstárleg. Leikmenn önnuðust bænahald, og á hápalli í salnum sátu, auk þeirra, tveir kvenmiðlar, Dorothea Christ- ensen og Emilie Nielsen. Meðan sungið var féllu þær í ,,trance“, og yoru af munni þeirra fluttar sterkar ræður, rnælskuþrungnar og ástúðlegar. Fyrir munn frú Chnst- ensen kváðust mæla „Bróðir Orentius" og „Söster Anny“, en fyrir munn frú Nielsen: Bengt Thorstenson, sem talaði á norsku, og „Bróðir Daniel“. Einsöng við guðsþjónust- una söng Aase Wallenström. Að kvöldi sama dags var önnur almenn samkoma á sama stað. Þá voru kynntir erlendir fulltrúar, og fluttu þeir stutt erindi. Þar flutti eg um 20 minútna yfirlitserindi um upphaf, vöxt og starf spíritismans á Islandi. Blandað- Ur söngkór aðstoðaði við allar hinar almennu samkomur. Bænir voru fluttar við upphaf og í lok hverrar samkomu. Miðlarnir Einar Nielsen og Ernilie Nielsen fluttu skyggni- lýsingar. Ao lokinni þessari samkomu, þar sem saman voru komn- ir um 500 manns, gengu samkomugestir í annan stóran sal í húsinu og settust að sameiginlegri kaffidrykkju. Þar fóru fram almennar umræður um spurninguna: „Með hverjum hætti er unnt að vinna spíritismanum fylgi án niiðla?“ Málshefjandi var Martin Liljéblad, en Carl Vill-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.