Morgunn - 01.12.1946, Síða 14
84
MORGUNN
það fært að nota orkuna til líkamningafyrirbæra. Hann
óskar samstillingar fundargesta og að þeir syngi lágum
rómi. Síðan sezt hann á stólinn, og ljós eru slökkt, nema
lítið rautt Ijós í loftinu, sem gefur mjög daufa birtu, en
þó nægilega til þess að fyrirbærin sjáist greinilega. Mið-
illinn mælir síðan fram stutta bæn, og fundarmenn hefja
söng. Eftir nokkra stund talar stjórnandinn til gestanna.
Gerir sér von um góðan fund. Hann stendur upp, gengur
um í hringnum. Biður alla taka höndum saman og rjúfa
ekki keðjuna meðan fyrirbærin gerist. Síðan athugar hann
hringinn, færir lítið eitt til í sætum. Fer úr jakka og rétt-
ir hann út yfir ytri hringinn til konu, sem þar er til að-
stoðar. Síðan gengur hann inn í byrgið, slær sparlökunum
niður og sezt. Eftir stutta stund talar Rita til okkar inn-
an úr byrginu. Raddblær hennar og málfar er svo yndis-
legt, að ekki verður með orðum lýst. Hún nefnir ýmsa
gesti með nöfnum. Minnist fyrri kynningar við þá. Segir,
hverjir af vinum þeirra hinum megin frá séu viðstaddir.
Meðal annara talar hún til mín og nefnir nafn mitt rétt-
um framburði. Síðan verður þögn í byrginu, en við höld-
um áfram söng. Skyndilega er sparlökunum vikið til hlið-
ar frá miðju, og hvítklædd vera kemur fram úr byrg-
inu. Stendur þar stutta stund og hverfur síðan inn í byrg-
ið. Eftir andartak kemur hár maður fram úr byrginu,
nefnir nafn sitt, en það er stjórnandinn Mika. Hann rétt-
ir hendur upp og fram og hreyfir þær til beggja hliða.
Hinn geysifagri hjúpur af hvítum slæðum sveiflast um-
hverfis hann. Einkum verða vel greindar hinar víðu erm-
ar. Eg get vel greint digra armleggi gegnum hið grisju-
kennda, sviflétta efni. Hann hverfur inn í byrgið, og þeg-
ar að vörmu spori kemur Knútur fram, drengur um það
bil 12 ára eftir hæðinni að dæma. Hann nefnir nafn sitt,
sveiflar slæðum sínum og hverfur síðan. Með á að gizka
10 eða 15 sekúndna millibili koma nú verurnar fram,
hver af annari. Þær tala við fundargesti, skýrt og greini-
lega, og standa við misjafnlega lengi. Rita kemur og tal-