Morgunn


Morgunn - 01.12.1946, Page 16

Morgunn - 01.12.1946, Page 16
86 MORGUNN Vera kemur fram, sveiflar slæðum sínum, svo að svif þeirra fyllir allan hringinn milli byrgis og gestanna. Síð- an segir hún: Takið nú vel eftir. Nú ætla eg að aflíkam- ast neðan frá. — Hún stendur kyrr, en niður við gólfið taka slæðurnar að sveiflast lítið eitt. Síðan tekur hin hvíta mynd að eyðast neðan frá, hægt og liægt, unz brjóst- mynd ein er eftir. Og með eldsnöggu bragði fellur brjóst- myndin niður að gólfi og hverfur. Hér verður að láta staðar numið um lýsingar einstakra fyrirbæra á þessum fundi. Eg hafði góða aðstöðu til þess að meta hann til samanburðar við fyrri fundi hjá Niel- sen, bæði í Kaupmannahöfn og hér heima árið 1930, og mér virtist hann bera mjög af. Fyrirbærin voru langt um sterkari. Verurnar liöfðust meira að, virtust sjálfráðari um dvöl sína frammi í hringnum, töluðu meira með skýr- um og oft fullum rómi. Skyndilega virðist krafturinn tæmast. Stjórnandinn talar gegnum miðilinn og boðar fundaslit. Kona, sem er utan við hringinn, stjórnar fundarlokum. Ákveð- ið sálmsvers er sungið. Síðan mælir hún fram stutta bæn, og sálmsversið er endurtekið. Að því loknu standa allir hljóðlega upp og ganga inn í aðra stofu, þár sem ljós hafa verið kveikt. Tjaldinu fyrir framan byrgið hefir verið slegið til hliðar öðrum megin. Við ljósglætuna, sem leggur úr hinni stofunni, sjáum við miðilinn í stóln- um. Hann virðist sofa djúpum svefni. — Að liðinni nokk- urri stund leita eg uppi miðilinn til þess að kveðja. Hann situr frammi í eldhúsi hjá konunni sinni og drekkur te. Hann er bersýnilega yfirkominn af þreytu. Fyrri kona mín, Þorbjörg Jónsdóttir frá Arnarvatni, gerði mjög greinilega vart við sig árið 1930, bæði í Kaup- mannahöfn og hér heima. Hún kom þrisvar sinnum til mín, vafði höndum um háls mér og lagði tárvotar kinn- ar að vanga mínum. Hún var í öll skiftin mjög hrærð og hafði stutta viðstöðu. Þó talaði hún nokkrar setningar, svo að eg og þeir, sem næstir sátu, heyrðu greinilega. Á

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.