Morgunn - 01.12.1946, Blaðsíða 22
92
MORGUNN
Um dáleiðslu.
Eftir Einar Loftsson.
(Framh.)
Eins og ég drap á í fyrra erindi mínu um dáleiðsluvísind-
in er Erskine þeirrar skoðunar, að allir menn séu dáleiðslu-
hæfileikum búnir, að vísu misjafnlega hæfum til þjálfunar.
Þá telur hann og að slíkir hæfileikar gangi í ættir. Með þá
þekkingu á þeim málum, er hann á nú, segist hann vera
sannfærður um, að móðir sín hafi verið þeim búin, þó að
hvorki hún né aðrir hafi þá gert sér grein fyrir því. Hjá
móðurbróður hans komu þeir mjög ákveðið fram, þó að
hann beitti þeim aðeins sjálfum sér til gamans og dægra-
styttingar. Hann beitti þeim einkum við dýr og fugla. Á
bernskuárum sínum kveðst Erskine oft hafa séð hann „leika
listir sínar“, eins og þetta var oröað. Ef hann horfði á-
kveðið á fugl eða dýr, var sem allan mátt drægi úr þeim,
þau lögðust á bakið og litu út fyrir að vera steindauð, unz
hann leysti þau undan sefjunaráhrifunum. Erskine
segist oft haf horft á tiltektir móðurbróður síns fullur
undrunar, án þess að skilja hið minnsta í leyndardómum
þessum. „Mig óraði ekki fyrir því þá, að það yrði æfistarf
mitt að beita þessum sömu hæfileikum í þágu mannanna",
segir Erskine.
„Einu sinni þegar ég var strákur", segir Erskine, „fékk
ég hverja vörtuna eftir aðra á höndina, þær voru orðnar
13. Læknir okkar hafði ráðlagt eitt lyfið á eftir öðru, m. a.
vítisstein, en vörturnar sátu kyrrar og nýjar urðu til. Þeg-