Morgunn - 01.12.1946, Síða 24
94
MORGUNN
hæfileika í sjálfum mér. En sem betur fór var þess ekki
lengi að bíða, að þeir gerðu vart við sig.
Ég hafði alllengi verið veikur og var máttfarinn er ég
komst á fætur aftur. Faðir minn kom mér fyrir til hress-
ingar á sumarheimili frænda síns í afskekktu fylki í
Norður-Canada. Ég og frændi minn vorum mikið úti við.
Við reikuðum um skógana, veiddum i ánum og skutum
skógardýr. Dag einn urðum við viðskila. Ég hrópaði og
kallaði, en fékk ekkert svar. Ég hleypti fjórum skotum úr
byssu minni, en við höfðum komið okkur saman um að
nota slíkt merki, ef þannig færi fyrir okkur. Mér fór ekki
að lítast á blikuna. Ég hljóp kallandi fram og aftur um
skóginn. Loks fann ég hann í litlu skógarrjóðri í svo sem
hundrað metra fjarlægð. Hann stóð þarna eins og stein-
gerfingur og starði fram fyrir sig. Ég kallaði nafn hans,
en hann svaraði mér engu. Ég gekk til hans og ýtti við
honum, en allt kom fyrir ekki. Allt í einu heyrði ég örlítið
hljóð. Sá ég þá slöngu í rúmlega meters fjarlægð frá okk-
ur. Tungan lafði út úr gini hennar og hún var að búa sig
til að ráðast að frænda mínum. Ég hefi aldrei verið hrædd-
ur við slöngur og var það heldur ekki nú. Ég réðist að
henni og banaði henni. Á sama augnabliki og ég hafði ráð-
ið niðurlögum hennar, vaknaði Strickland frændi minn.
Hann geispaði og teygði úr sér. Nú munaði mjóu að þú
kæmist undan, sagði ég. „Undan hverju?“ át hann upp eft-
ir mér. Sýnilega var honum ekki ljóst, að hann hefði ver-
ið í neinni hættu staddur. „Undan slöngunni“, svaraði ég.
„Hvaða slöngu, hér er engin slanga“, svaraði hann mér
aftur. Þá fyrst, er ég hafði dregið skrokkinn á henni út úr
runnanum, trúði hann mér. Hún var um fjögur fet á lengd.
Svo var hamingjunni fyrir að þakka, að ég gerði mér þeg-
ar Ijóst, að slangan hafði dásvæft frænda minn.
Oft áður hafði það verið mér umhugsunarefni, hvern-
ig hreysikötturinn virtist oft ná svipuðu valdi yfir bráð
sinni. Kanínur og fuglar virtust verða að lífvana steingerv-
ingum fyrir seiðmagni augna hans. Ég hafði nú séð, að