Morgunn


Morgunn - 01.12.1946, Page 29

Morgunn - 01.12.1946, Page 29
MORGUNN 99 Hve lengi ég lá þannig, man ég ekki. Að loltum reis ég á fætur. Þegar ég sneri mér við, sá ég, að bók lá á gólfinu. Ég hafði fellt hana úr bókahillunni, þogar ég varpaði mér á kné. Bréfmiði virtist hafa hrotið úr henni og lá hann á gólfinu. Á hann var eftirfarandi setning skrifuð, og það skal tekið fram, að ég kannaðist ekki við rithönd þess, er orðin hafði skrifað. Þau voru þessi: Kristur er ekki að leita að stimpluðum embættisskilríkjum hjá þér eða mér, hann leitar að sárum, sem þarf að græða“. Erskine segir ekki frekar af viðskiptum sinum við lcirkj- una, en sex mánuðum siðar var hann kominn til Ameríku, „eina landsins í enskumælandi heimi, þar sem nám í dá- leiðsluvísindunum var ekki talið sérvizka, hjátrú eða hug- arórar“, segir Erskine. Fyrst hóf hann nám í „The Ameri- can College at Philadelphia“ og lauk þar prófi i sálarfræði. Svo hélt hann áfram námi í „The New-York Institude of Science“ í Rochester og hlaut sérstaka viðurkenningu þeirrar stofnunar fyrir beitingu dáleiðsluhæfileikans. 1 þessari sömu menntastofnun lauk hann námi í taugafræði (neurology), en það er hluti af námi lækna. Að þessu loknu hélt hann svo heim til Englands. Vitanlega var honum Ijóst, hve örðugt starf beið hans heima á fósturjörðinni. Almenningur dæmdi dáleiðsluna kukl eitt og að engu hafandi, og læknastéttin vildi ekkert um hana vita. Þeim var ekki unnt að samhæfa dáleiðslu- vísindin viðurkenndum staðreyndum læknisvísindanna. Ár- um saman háði Erskine stöðuga baráttu við tregðu lækn- anna til að viðurkenna gildi hinna nýju vísinda. Smám sam- an fengust þó sumir þeirra til að sinna þessum málum. Flestir voru þeir fullir af efasemdum og rengingum og næsta fáir fóru sannfærðir af fundi Erskines. En hann var sauðþrár og loks fengust tveir til að láta hann fá sjúklinga til meðferðar, en að minnsta kosti í fyrstu þá eina, sem þeir töldu vonlaust um, að unnt væri að gera nokkuð til hjálpar. „Þetta voru erfiðir tímar fyrir mig“, segir Erskine. „Ég

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.