Morgunn - 01.12.1946, Side 32
102
MORGUNN
kvæð. Og það er vafamál, hvort jákvæður árangur af
sumum þeirra varð starfsemi minni fremur til ávinnings
eða skaða. Jafnvel þótt þeir yrðu vottar að jákvæðum
árangri við sum slík tækifæri, fengust þeir ekki til að við-
urkenna vísindalegt gildi hans. Þeir virtust fremur líta á
slíkt sem einangrað fyrirbæri, kraftaverk eða tilviljun, sem
ekki gæti endurtekizt, og því ekki unnt að viðurkenna það
sem vísindalega sannaða staðreynd“, segir Erskine.
Frá einu slíku atviki ætla ég að segja hér: Að loknu er-
indi, er hann flutti á fundi lækna í Newcastle var komið
með sjúkling til hans, er þeir æsktu að hann gerði tilraun-
ir á. Hann var áreiðanlega einn af þeim, sem talið var von-
laust um, og Erskine telur sennilegt, að flestir eða allir
viðstaddra hafi gjörþekkt ástand hans. Þá hafði og verið
leitað aðstoðar frægustu sérfræðinga þar í landi, en allt
reyndist árangurslaust.
Fyrir sjö árum hafði veiki rnaðurinn verið sjómaður á
herskipi. Einu sinni vildi það slys til, að ein af byssum
skipsins sprakk og hlaut þá þessi maður svo algjöra löm-
un við það tækifæri, að honum var hvorki unnt að hreyfa
legg né lið, hann gat enga björg sér veitt og í einu og öllu
var hann háður hjálp annarra. I raun og veru var hann að-
eins lifandi lík. Eina áhyggjuefni Erskines við byrjun til-
raunarinnar var, hvort unnt væri að dásvæfa hann. Sjúkl-
ingi þessum var nú ekið inn á sviðið til Erskines í sjúkra
stóli. Að tveim mínútum liðnum var hann fallinn í dásvefn.
Tveir læknar aðstoðuðu Erskine við að lyfta honum úr
stólnum og lögðu þeir hann á grúfu á mjúka púða, er lagð-
ir höfðu verið á gólfið. Erskine segir svo frá þessu:
„Ég ávarpaði hinn dásvæfða mann í ákveðnurn skipun-
arrómi: Þú ert um borð í skipinu þínu. Ég er yfirmaður
þinn, þér ber að hlýða mér. Hann svaraði skipunum mín-
um ekki að neinu, engin hræring var merkjanleg í líkama
hans. Ég heyrði, að sumir áheyrenda minna hvísluðust á
og hlógu lágt, en ég skeytti því engu, og hélt áfram skip-
unum mínum. Orustan er byrjuð. Vertu einbeittur og ör-