Morgunn


Morgunn - 01.12.1946, Page 36

Morgunn - 01.12.1946, Page 36
106 M O R G U N N var sagt af vörum piltsins. Ekki verður þetta heldur skýrt sem hliðstæða þess, er gerist í dásvefni miðla. Því að í mið- ilsdáinu er miðlinum stjórnað af andlegum persónuleik, og hann hlýðir boðum stjórnanda síns. Pilturinn féll í dásvefn fyrir tilstuðlan mína, ég sagði honum ekki að sjá, þannig, að unnt sé að segja, að ég hafi þrýst þessum myndum inn í vit- und hans. Nei, hann sá raunverulega atburði gerast, sem hvorugur okkar vissi um. Ég virtist þessa stund vera staddur á landamærum nýs heims, er oss jarðarbúum er venjulega ósýnilegur, við dyr nýrra tilverusviða, ægilega verulegra, en jafnframt undur- samlegra frá sjónarmiði almennrar dómgreindar, er dag- vitund vor greinir að engu i venjulegu ástandi. Hvað skilur þessa heima? Hver*er þessi ósýnilegi heimur? Gistir per- sónuleikur mannlegrar undirvitundar heim þennan að stað- aldri? Hvernig er hann tengdur efnisheiminum? Hvað tek- ur þar við? Er þessi heimur hið raunverulega framtíðar- heimkynni vort? Er vitandi mannlegrar undirvitundar sál mannsins? Ég hef velt þessari spurningu fyrir mér, en ekki tekizt að finna fullnægjandi svar, að mínum dómi. Dag einn dá- svæfði ég mann í tilraunaskyni. Þegar hann var sofnaður, sagði ég honum að fara yfir í skóla þann, er dóttir mín var í, og bauð honum að segja mér, hvað hún hefði fyrir stafni þessi augnablik. ,,Fara“, svaraði hinn dásvæfði maður, ,,ég get það ekki, ég er þar þegar“. „Hvað áttu við með þessu svari?“ spurði ég. „Það, sem ég hef sagt, ég er þar“. „Já, alveg rétt, ég sagði þér að fara þangað og þú hefur vitan- lega hlýtt mér“. „Nei, ég var kominn þangað áður en þú sagðir mér að fara“. „Skýrðu þetta betur“. „I vitundar- ástandi því, sem ég er nú í, er hvorki um rúm né tima að ræða, að minnsta kosti ekki eins og þú hugsar þér þetta“. „Hverju líkist þá heimur sá, er þú dvelur nú í?“ „Mér er ekki unnt að skýra það fyrir þér, og þótt mér væri það unnt, mundir þú ekki skilja mig“. Þetta eru aðalatriðin úr samræðum mínum og hins dásvæfða manns. Og á þessa

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.