Morgunn - 01.12.1946, Síða 37
MORGUNN
107
leið eru svörin ævinlega, er ég hef fengið, þegar ég hef
þreytt fangbrögð við þessa ráðgátu. Ég hef endurtekið þess-
ar tilraunir með aðstoð hinna ólíklegustu manna og engan
þeirra látið vita um, hvað ég hefði í huga, er ég dásvæfði
þá. Ég hef látið þá fara í eina ferðina eftir aðra, en mér hef-
ur aldrei tekizt að fá neinar lýsingar af heimi þessum á
þennan hátt. Mér hefur aldrei tekizt að komast lengra en
að þessum merkisteini og ávallt hafa ferðalangarnir haft
sömu söguna að segja, að á starfssviði undirvitundarinnar
sé hvorki um rúm né tíma að ræða í venjulegri merkingu
þeirra orða.
Hugsið um orðin: „Ekki eins og þú hugsar þér þetta“.
Máske felst í þeim lykillinn að leyndardóminum. Persónu-
leikur undirvitundarinnar, er ræðir við oss af vörum hins
dásvæfða manns, hefur aðeins eitt að segja. Ilann staðhæf-
ir veruleik sinna eigin heimkynna, en dregur jafnframt
markalínu milli þeirra og þess sviðs, er vér og starfvana
líkami hans dveljum í. Persónuleiki undirvitundarinnar
leggur áherzlu á sjálfstæði sitt og greinir milli sín og þess,
er hvílir í dásvefninum. Eigi að síður mælir hann af vörum
hins dásvæfða manns og viðurkennir hann sem hluta af sér.
Eina hugsanlega hliðstæðan, er mér kemur í hug í þessu
sambandi, er þrenningarkenningin. Þrjár persónur í einni,
en ekki þrír guðir, heldur einn, aðgreindur, en þó jafnframt
ódeilanleg eining. Og aftur spyr ég: Er persónuleiki undir-
vitundarinnar sálin?
Persónuleiki hennar getur losað sig úr tengslum við hinn
jarðneska mann, líkamann, þegar í þessu lífi. Hann getur
dvalið í sínum eigin heimi meðan dagvitund vor og skiln-
ingarvit eru óvirk. Hann getur athugað og skynjað og sagt
oss frá meðan högum vorum er þannig háttað. Hann virð-
ist eiga sjálfstæða tilveru. Stundarástand vort virðist eng-
in áhrif hafa á hann. Hann vakir meðan vér sofum. Hann
getur haldið áfram starfsemi sinni án þess að skeyta hið
niinnsta um líkamlegt ástand vort. Hann virðist ekki háð-
úr þeim lögmálum, er gilda um líkama vorn. Þetta hefur