Morgunn


Morgunn - 01.12.1946, Síða 39

Morgunn - 01.12.1946, Síða 39
MORGUNN 109 en áður þekktist opinberað slíka orku, persónuleik undir- vitundarinnar, alheimsvitundina, sálina eða hvað sem yður sýnist að nefna þetta. Vér erum að þokast nær því að oss geti tekist að ganga úr skugga um þetta. Og máske verða uPPgötvanir á þessu sviði til að selja mönnunum í hendur vald yfir sjálfum dauðanum? Margir, er tekið hafa þátt í rannsóknum á dáleiðslunni og athugað fyrirbrigði þau, er gerzt hafa í dásvefninum, hafa iðulega velt því fyrir sér, hvort miðilsdáið muni vera sama eðlis og dásvefninn, og ef svo væri, hvernig því sam- bandi væri háttað. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar til að fá þetta upplýst, en ekkert verður að svo stöddu fullyrt um, að svo sé. Sir Arthur Conan Doyle vann um skeið að rann- sóknum á þessu með Erskine, en taldi þær ekki hafa sann- að neitt um slíkt. Sumt af því, er ég hef minnzt á úr reynslu Erskines, virðist þó benda til, að svo muni vera, en frem- ur er þar um líkur að ræða en fullvissu. ,,Ég hef enn ekki rekið mig á neinn, er hafi verið fær um að gera það í dá- svefni, er honum var ókleift að gera í venjulegu vöku- ástandi", segir Erskine, og hann heldur áfram: „Tökum t. d. mann, er aldrei hefur lært frönsku eða að lesa grísku, honum er hvorugt unnt að gera, þó að hann hafi verið dásvæfður. En nægar og öruggar sannanir eru til fyr- ir því, að slíkt hefur iðulega gerst á miðilsfundum. 1 dá- leiðsluhöfganum er hinum dásvæfða manni stjórnað af dá- valdinum, hann æskir að sofna og hegðar sér samkvæmt boði dávaldsins. Andlegur persónuleiki veldur dásvefni mið- ilsins, en að hve miklu leyti miðillinn fellur í svefn sam- kvæmt eigin ósk, hefur ekki verið rannsakað til hlítar, svo að mér sé kunnugt um“. „Ýms atriði í reynslu minni benda til þess, að dáleiðsla og miðilsdá eigi ekkert sameiginlegt, en þrátt fyrir þetta trúi ég því ekki, að svo sé, eða geti verið. Svo miklu góðu hafa dáleiðsluvísindin og spíritisminn komið til leiðar í lífi mann- anna. En ég tel mér ekki fært að varpa fram neinni skýr- ingartilgátu um þetta, til þess skortir mig fullnægjandi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.