Morgunn - 01.12.1946, Síða 39
MORGUNN
109
en áður þekktist opinberað slíka orku, persónuleik undir-
vitundarinnar, alheimsvitundina, sálina eða hvað sem yður
sýnist að nefna þetta. Vér erum að þokast nær því að oss
geti tekist að ganga úr skugga um þetta. Og máske verða
uPPgötvanir á þessu sviði til að selja mönnunum í hendur
vald yfir sjálfum dauðanum?
Margir, er tekið hafa þátt í rannsóknum á dáleiðslunni
og athugað fyrirbrigði þau, er gerzt hafa í dásvefninum,
hafa iðulega velt því fyrir sér, hvort miðilsdáið muni vera
sama eðlis og dásvefninn, og ef svo væri, hvernig því sam-
bandi væri háttað. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar til að
fá þetta upplýst, en ekkert verður að svo stöddu fullyrt um,
að svo sé. Sir Arthur Conan Doyle vann um skeið að rann-
sóknum á þessu með Erskine, en taldi þær ekki hafa sann-
að neitt um slíkt. Sumt af því, er ég hef minnzt á úr reynslu
Erskines, virðist þó benda til, að svo muni vera, en frem-
ur er þar um líkur að ræða en fullvissu. ,,Ég hef enn ekki
rekið mig á neinn, er hafi verið fær um að gera það í dá-
svefni, er honum var ókleift að gera í venjulegu vöku-
ástandi", segir Erskine, og hann heldur áfram:
„Tökum t. d. mann, er aldrei hefur lært frönsku eða að
lesa grísku, honum er hvorugt unnt að gera, þó að hann hafi
verið dásvæfður. En nægar og öruggar sannanir eru til fyr-
ir því, að slíkt hefur iðulega gerst á miðilsfundum. 1 dá-
leiðsluhöfganum er hinum dásvæfða manni stjórnað af dá-
valdinum, hann æskir að sofna og hegðar sér samkvæmt
boði dávaldsins. Andlegur persónuleiki veldur dásvefni mið-
ilsins, en að hve miklu leyti miðillinn fellur í svefn sam-
kvæmt eigin ósk, hefur ekki verið rannsakað til hlítar, svo
að mér sé kunnugt um“.
„Ýms atriði í reynslu minni benda til þess, að dáleiðsla og
miðilsdá eigi ekkert sameiginlegt, en þrátt fyrir þetta trúi
ég því ekki, að svo sé, eða geti verið. Svo miklu góðu hafa
dáleiðsluvísindin og spíritisminn komið til leiðar í lífi mann-
anna. En ég tel mér ekki fært að varpa fram neinni skýr-
ingartilgátu um þetta, til þess skortir mig fullnægjandi