Morgunn - 01.12.1946, Blaðsíða 53
MORGUNN
123
um, að fylgzt hefur verið með mér úr „ósýnilegum
heimi“ og að margir aðrir hafa sömu sögu að segja.
En hafi einhver „þriðji maður“ staðið á bak við „högg-
in“ á undan komu piltanna, þá er einnig ástæða til að
halda, að verið geti að svo hafi líka staðið á um „högg-
in“ á Tindastóli, sem ég sagði frá í upphafi og að þau
hafi þá ekki stafað frá hinum látna manni, hvorki sjálf-
rátt né ósjálfrátt.
Skal svo vikið að því, sem ég var byrjaður að skrifa
um, þegar „höggin á Ránargötu 6a“ komu þar upp á
milli. Hefur þá að segja frá því, þegar þau komu til Vest-
mannaeyja, Florizel von Reuter og Gi'ace von Reuter,
móðir hans, í maímánuði árið 1929.
Erindi v. R. til Eyja var að halda lxljómleika og jafn-
framt flytja erindi um sólræn efni. Þau voru bæði miðl-
ar, v. R. og móðir hans og hefur v. R. ritað bók um reynslu
sína í þessu. Einar H. Kvaran, rithöfundur, kom með
þeim og gistu þau öll í heimili mínu. Buðu þau okkur að
hafa „fundi“ og að við mættum bjóða öðrum að vera á
þeim, sem við treystum og hefði áhuga á þessum málum.
Hér skal aðeins skýrt frá einu atviki á einuni þeirra, sem
er eins og áframhald af frásögunum um ,,höggin“ hér
að framan. Á þeim fundi voru auk okkar lxjónanna þeir
Einar H. Kvaran og Hallgrímur Jónasson, kennari — og
svo auðvitað v. R. og móðir hans.
Við settumst þessi sex um liábjartan daginn við lítið
borð í einkastofu minni. Við byrjuðum fundinn með því
að leggja öll snöggvast fingur okkar á borðið. Heyrðust
þá þegar háir ,,smellir“ eða „bi’estir“ í því. Þetta var alls
ekki líkt því, að barið væri í borðið, heldur var þetta
hljóð, sem heyrðist, eins og það væri inni í viönum.
Minnti það mig nokkuð á snark i eldi, en þó í raun og
veru ekki líkt því eða öði'u hljóði, sem ég hef heyrt. Það
skal strax tekið fram, að „smellir" í fingrum, tám o.s.frv.