Morgunn - 01.12.1946, Page 56
126
MORGUNN
ar ,,högg“ heyrast á undan komu manna — eins og ég
sagði frá áður í grein þessari.
Ég kom neðan úr bæ um hálfsex leytið 28. sept. s.l. og
gekk inn í húsið. Ég bý á efri hæð. Þegar ég ætla að ganga
inn, sé ég, að tröppurnar eru nýþvegnar. Til þess að spora
ekki vék ég mér til hliðar á steintröppuna í sambyggðu
húsi og geklc inn i húsið ,,á ská“. Þegar ég kem inn, er
kona mín að strjúka yfir gólfið í innra fordyrinu. Geng
ég fram hjá henni og upp. Kemur hún þá upp á eftir mér
og segir mér, steinhissa, þessa sögu:
Hún kveðst hafa verið nýbúin að þvo steintröppuna
inn í húsið og hafa verið að þvo þrepskjöldinn á ytra for-
dyrinu, þegar hún hafi séð mig koma, eins og neðan úr
bæ. Hafi ég gengið inn, en hún vikið til hliðar fyrir mér
á meðan. Síðan hafi hún farið rétt á eftir mér upp og
séð mig ganga á undan sér upp stigann og síðan inn gang-
inn uppi. Sjálf fór hún inn í baðherbergi og búr og það-
an strax niður til þess að „bóna“ gólfið í fordyrinu. En
þá kom ég inn í húsið, eins og áður sagt. Hitt — í fyrra
skiptið — var ekki ,,jeg“ í venjulegum skilningi. Það
munu hafa liðið um tvær til þrjár mínútur á milli „mín“
og „mín",1) á milli þess, að konan sá tvífara minn og sjálf-
an mig. Tvífarinn var að öllu leyti eins búinn og ég og
að öllu leyti eins og datt henni ekki annað í hug, en að
þetta væri „ég sjálfur". Það er því skiljanlegt, að henni
brygði í brún, þegar ég kom þarna „aftur“ rétt á eftir,
því hún vissi, að ég gat ekki hafa farið út á milli þess er
hún sá mig. Enda veit ég bezt, að svo var ekki. Konan sá
þann einan mun, að í fyrra sinnið gekk „ég“ beint inn,
en í seinna sinnið „á ská“.
Af mér sjálfum er það að segja, ao þegar konan sá tví-
fara minn, var ég að vísu á heimleið, en ég hafði engan
sérstakan hug til heimilisins og var ekki mér vitanlega
að hugsa um það. En það eiga báðir þessir „dulrænu“ at-
1) Talsmáti Indriða Indriðasonar, miðils, í hálf-transi.