Morgunn


Morgunn - 01.12.1946, Page 63

Morgunn - 01.12.1946, Page 63
MORGUNN 133 brotin og stundum vægðarlaus við andstæðinga vegna þess, hve maðurinn var óvenjulega einlægur og heill. Spíritisminn varð honum hamingja. Þar fann hin arn- fleyga sál hans vængi til flugs. Þar opnaðist honum heim- ur, sem varð honum ómetanlegur. Hann öðlaðist sjálfur merkilega sálræna reynslu utan líkamans. Flug sálar hans um hinar æðri veraldir var sannarlega enginn flótti frá veruleikanum, heldur sjálfsögð athöfn þeirra sálar, sem veit, að jarðneskur maður er barn tveggja veralda í senn, og að hann þarf ekki að glata borgararéttindum í hinum æðra heimi, þótt hann dveljist í hinum lægra urn stund. Fangelsinu er lokið upp. Fjötrar hans eru fallnir. Að fá að fljúga um nýja heima verður ómælanleg gleði hans gáfuðu og sterku sál. Jón Auðuns. L

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.