Morgunn - 01.12.1946, Qupperneq 64
MORGUNN
134
BOKIN UM HAFSTEIN BJÖRNSSON.
Þótt mikið berist af bókum á markaðinn er það áreið-
anlegt, að fáar bækur muni nú um skeið hafa vakið al-
mennari athygli en bók frú Elínborgar Lárusdóttur, sem
hún hefur safnað til og skráð, um fyrirbrigðin hjá Haf-
steini Björnssyni miðli. Bókin mun svo að segja uppseld
á fáum vikum, þótt hún kæmi út í allstóru upplagi, og
hefur vakið mikið umtal.
Blaðadómarnir um hana hafa verið eindregnir í þá átt,
að benda á hana, sem merkisviðburð, og þeir hafa yfir-
leitt verið skrifaðir af miklum skilningi á sálarrannsókna-
málinu. Um ritdómana, sem birtsut í blöðunum á Akur-
eyri, hefi ég heyrt, að þeir séu mjög vinsamlegir. Tíminn
birti ágætan ritdóm eftir Jónas Þorbergsson, útvarps-
stjóra. Visir birti hina prýðilegustu grein eftir Þorstein
Jónsson (Þóri Bergsson). Morgunblaðið birti ritdóm eft-
ir séra Jón Auðuns, dómkirkjuprest, og loks birti Alþýðu-
blaðið langan og ýtarlegan ritdóm eftir Guðmund Haga-
lín, rithöfund.
Þann ritdóm birtir Morgunn hér með leyfi höfundar.
GuÖmundur Hagálín er löngu kunnursem einn pennafær-
asti rithöfundur þjóðarinnar, en vegna þess, að ýmsir les-
enda Morguns munu e.t.v. ekki liafa lesið þessar greinar
í Alþýðublaðinu, og eins vegna þess, að þessi höfundur
mun ekki hafa kvatt sér hljóðs fyrr um málið, þykir mér
rétt að láta Morgunn geyma þennan ritdóm. Hann er
merkilegt dæmi þess, hvernig ýmsir gáfaðir menn með
þjóðinni hugsa um þessi efni. J. A.
1.
Það er ekki ótítt hér á landi, að ekki sé gerður neinn
greinarmunur á öfgaskæklum máls og kjarna þess, og