Morgunn - 01.12.1946, Síða 65
MORGUNN
135
stundum verður mikið uppnám út úr ýmiss konar örðum
á híði einhvers málkjarna. Alltaf eru einhverjir reiðubún-
ir til að sæta tækifærinu, menn sem finnst þeir þurfa
að pipra svolítið sína tómlegu og hugsjónasnauðu tilveru,
og gera það, ef ekki er annars kostur, með ólátum og
öskrum, og þá er einhver hefur byrjað, verður þetta eins
og hjá öpunum, sem taka undir, þegar höfðingi þeirra rek-
ur upp fyrsta morgungólið. Stundum virðast ólætin vera
eins og farsótt, sem sé svo mögnuð, að menn verði jafnt
undirlagðir, þó að þeir hafi í sér það móteitur, sem ætla
mætti að duga mundi; og oft virðist þá þessi veiki leggj-
ast á heilar ættkvíslir, og jafnvel vera sérstaklega skæð
innan ákveðinna stétta, og þá ekki sízt þeirra, sem mest
ættu að hafa móteitrið, móteitur þekkingar og kunnustu
til rökréttrar hugsunar. Getur sýkin orðið svo mögnuð,
að hálært fólk viðhafi orðbragð og rök, sem vandfundið
sé meðal þeirra manna, sem fyrir sakir illrar aðbúðar á
flestan veg hafa lent hálfvegis út úr mannlegu samfélagi.
Eitt af þeim málum, sem oft og tíðum hefur orðið að
sæta árásum af þessu tæi, er spíntisminn — eða hin svo-
nefnda andatrú. Nú skal það þegar í stað játað, að ýmiss
konar misnotkun og svik hafa komið fram í sambandi við
spíritismann hér á landi. Ötíndir afglapar og dónar hafa
náð tökum á fólki, sem hefur haft til að bera meiri eða
minni miðilshæfileika, og gert sér síðan fé úr því, að mið-
ilsfundir eru mjög eftirsóttir af þeim, sem skortir andlega
rnenningu eða almenna greind og rökvísi. Orsakirnar til
fíkni slíks fólks í svona fundi eru ýmsar, oftast forvitni,
stundum sefjun, en oft líka löngun til að létta harma sína
—• eða að minnsta kosti gera sér lífið fullnægjuríkara af
vissunni um það, fenginni frá látnum aðstandendum, að
ekki sé allur dagur af lofti, þó að þennan þrjóti. Slík mið-
ilsstarfsemi hefur auðvitað alltaf endað í upplausn eða
með skelfingu, enda framferði og fyrirbrigði á slíkum fund-
um oft verið lítið mennilegt af hendi þeirra, sem um þá
hafa séð og eins sumra hinna, sem þá hafa sótt. En er