Morgunn


Morgunn - 01.12.1946, Page 66

Morgunn - 01.12.1946, Page 66
0 136 M O R G U N N nokkur ástæða til að amast við spíritistiskri starfsemi, þó að svona eigi sér stað? Mundu menn yfirleitt telja, að banna skyldi fundi allra þeirra samtaka, sem hafa lent í því, að á fundum hjá þeim — eða öðrum, sem tekið liafa fyrir samskonar málefni, hafi átt sér stað æsingar eða jafnvel svikastarfsemi og ofbeldi — stundum fyrir tilstilli manna, sem ekki hafa sjálfir nærri komið, en sigað hálf- vitum eða ofstækisbjálfum og látið þá geyja og glepsa? 2. Ég hef aldrei komizt á það stig, að kalla allt, sem nefnt er dularfull fyrirbrigði, hindurvitni eða vitleysu. Ég hef með eigin augum séð sitthvað, sem ennþá er almennt tal- ið til dularfullra fyrirbrigða, og auk þess tel ég mig hafa jafnríka ástæðu til að telja sönnuð ýmis þau fyrirbrigði, sem dularfull eru, eins og t. d. sitthvað þaö, sem hin svo- nefndu raunvísindi telja fullsannað — þar sem ég sjálfur hef engu meiri skilyrði til að gera mér grein fyrir því, en ýmsu af hinu tæinu. Ef menn ættu aldrei að trúa neinu öðru en þeir sjálfir hefðu séð og þreifað á, þá er hreint engin meining í því fyrir þá, sem aldrei hafa komið til Kína eða Rússlands, að trúa á það, að þessi lönd séu einu sinni til. Nú, tökum frásagnirnar um Island, þær til dæmis, sem Arngrímur lærði mátti standa í að afsanna — ekki var þar verið að segja sögur af sviði, sem stæði utan hins daglega, öllum skiljanlega veruleika, og samt var logið. Og hvað skyldu þeir svo vera margir, sem trúa því, að það sé einhver hæfa í afstæðiskenningu Einsteins, en hafa ekki minnstu skilyrði til að botna upp eða niður í henni, jafnvel þó að þeim væri fengin um hana ákaflega skýr og skilmerkileg bók á máli, sem þeir skildu til hlítar? Ég skal nú í fám orðum nefna nokkur atriði dularfullra fyrirbrigða, sem ég tel mig hafa fengið fulla sönnun fyr- ir af eigin raun eða annarra frásögn — og það einmitt þeirra manna, sem ég trúi álíka vel og menntamenn trúa Einstein, án þess flestir að hafa skyggnzt eftir sönnunum,

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.