Morgunn - 01.12.1946, Side 67
MORGUNN
137
og margir án þess að hafa skilyrði til þess. Ég veit, að til
eru menn, sem geta sagt fyrir óorðna atburði, menn, sem
sjá atvik, sem eru að gerast langt í burtu, einnig stund-
um það, sem gerzt hefur fyrir langa löngu, — og þekkt
hef ég þá, sem séð hafa hluti, jafnvel smáhluti, sem týnzt
hafa og eru í mikilli fjarlægð. Ég veit, að menn hafa séð,
að hreyfðir hafa verið allstórir og þungir munir, án þess
að nokkur kæmi við þá og án þess að þeir væru færðir til
af nokkru því afli, sem við þekkjum. Þá hef ég fengið
óyggjandi sannanir fyrir hugorku og hugsanaflutningi.
Loks veit ég, að menn hafa séð svipi manna og dýra, og
þó að ég hafi verið sjaldgæfur gestur á miðilsfundum, hef
ég komizt þar að raun um furðu merkileg atriði. T. d.
hefur miðill talað fyrir munn látins ættingja míns og fé-
laga, og sá hinn sami minnt mig á nokkur smáatvik frá
bernskuárunum, sem öll eru þannig, að við vissum einir
um þau, og sum þeirra voru orðin svo djúpt grafin í minni
mér, að ég þurfti umhugsun, upprifjun og aðstoð þess,
er talaði, til að minnast þeirra. Þá skal þess að lokum
getið, að sum þeirra, þótt smávægileg væru, voru sér-
staks eðlis. Ef segja skal, að þarna hafi ekki sá látni ver-
ið, svo sem sagt var af munni miðilsins, þá hafi miðillinn
þó að minnsta kosti verið gæddur furðulegri gáfu til að
lesa í hug mér, draga þar fram löngu gleymd atvik og
velja þau þannig, að þau væru frá mínu sjónarmiði sem
líklegust til að hafa nokkurt sönnunargildi. Sjálfsagt hef
ég reynt eða komizt að af frásögn annarra miklu fleiri
tegundum dularfullra fyrirbrigða en hér eru taldar, þó að
ég hirði ekki um að benda á fleiri, en svo er annað atriði
málsins og því er iðulega ruglað saman við hitt, en þar
á ég við orsakirnar til hinna dularfullu fyrirbrigða, hvern-
ig er þessu eða hinu varið, hvaða öfl eru að verki í sam-
bandi við þetta eða hitt? Þar vil ég yfirleitt forðast all-
ar fullyrðingar, vel þess vitandi, hve þekking mín og rök-
skynjun nær óendanlega stutt. Og einmitt deilurnar um
orsakirnar hcifa mér stundum virzt ekki ólíkar því, sem