Morgunn - 01.12.1946, Page 68
138
MORGUNN
þar hefði Kölski séð sér leik á borði, sem honum mætti
verða til þjónkunar.
Þá kem ég að einu, sem mér hefur orðið hugsað út í og
ég reynt að gera mér grein fyrir: Hvernig stendur á þvi,
að hin ýmsu fyrirbrigði eru ekki tekin til gagngerðrar at-
hugunar af raunvísindunum og gersamlega eftir þeirra
vinnubrögðum grandskoðuð og síðan gert heyrinkunnugt,
hvaða fyrirbrigði eigi sér stað, og hver ekki — eftir því
sem mögulegt reynist um að dæma, og síðan hafist handa
um rannsókn orsaka þeirra fyrirbrigða, sem virkilega
gerast? Hví þetta tómlæti vísindanna um þessi efni? Ég
veit það vel, að einstakir erlendir vísindamenn á sviði sál-
fræði og líffræði hafa gefið slíkum efnum mikinn gaum
og dregið fram rök að ýmsum jákvæðum niðurstöðum,
rök, sem virðast óyggjandi, en samt er eins og vísindin
almennt hafi að miklu leyti leitt þetta hjá sér, eins og ekki
látizt sjá eða skilja niðurstöður rannsóknanna, hvað þá
heldur þá möguleika, sem blasa við? Þarna er þá um að
ræða sama tómlætið og hér og jafnvel enn verra, nema helzt
í enska heiminum. Já, hví þetta tómlæti raunvísindanna
um þessi efni? Ég hef lúmskan grun um það, að þarna
komi til greina sú staðreynd, að það sé eins og jafnvel
þeir, sem hafa allra manna bezt skilyrði til að gera sér
þess grein, að við þekkjum ekki nema brotabrot af veröld-
inni, ekki nema nauðalítið til þeirra afla, sem hafa dag-
lega áhrif á líf okkar, vilji í rauninni ekki viðurkenna,
þori ekki eða þyki sér það ekki sæmandi að viðurkenna,
að neitt sé í rauninni veruleiki nema það, sem þeir geti
svo gott sem þreifað á. Svo mikið er þá ríki efnishyggj-
unnar, efnishyggjunnar í venjulegri merkingu þess orðs,
þeirrar trúar, nei, ég leyfi mér að segja bábilju, að ekki
geti verið til neinn yfirskilvitlegur lífheimur, engin mátt-
arvöld önnur en blind náttúrulögmál og ekkert líf eftir
dauðann, að mikill þorri lærðra manna telur sér það til
minkunnar, að láta nolckuð annað að sér hvarfla en það,
sem efnishyggjan leggur yfir blessun sína.