Morgunn


Morgunn - 01.12.1946, Side 69

Morgunn - 01.12.1946, Side 69
MORGUNN 139 Margir segja: vísindin og umbótamenn veraldar hafa öðru þarfara að sinna en þessu. Og svo yppta þeir öxl- um. Já, drápstólasmíði og sýklaþróun í hernaðarþágu. Svo hefur tík gotið austur í Tíbet,og hvolpinn þarf vandlega að athuga, því að það er sagt, að hann hafi þrjú hjörtu. Þá hefur líka fundizt sérstakt afbrigði af lokasjóði vestur í Labrador, og loks er ekki hvað sízt nauðsyn á að helga sig því hlutverki að lýsa dýrð þeirrar Leningrad, sem er einhver hin mesta borg spámannsins, en lýsandinn hefur aldrei fengið að skoða nema álengdar af lítilmótlegri skip§- fjöl einnar smáfleytu síns ómerkilega föðurlands. En segjum nú, að með gagngerðum rannsóknum, eftir ströngustu aðferðum raunvísindanna, fengist full viður- kenning þess, að í manninum sjálfum byggju einhver þau öfl, einhver sá vísir til hæfileika, sem með vísindalegri þróun þeirra gætu gerbreytt lífi manna og hugsunarhætti til hins betra? Væri þá ekki nokkuð unnið? Segjum, að ef til vill tækist að sanna það svo, að enginn dyrfðist að mótmæla, að á allt líf orki ósýnileg máttarvöld, sum til tortímingar, sum gagnstætt — og að mönnum reyndist fyr- ir rannsóknirnar fært að eflast af öflum gróandans, svo að sá yrði sjúkur að teljast, sem viki af hans vegi? Þarf ýkja mikið ímyndunarafl til þess að hugsa sér, hverri breytingu slíkt mundi valda? Segjum, að með hinum ó- yggjandi rannsóknum tækist að sanna öllum í vercldinni, að líf væri eftir þetta, og að hver og einn ætti sér búið hlutskipti eftir hæfni sinni, fenginni í þessu lífi? Er óhugs- anlegt, að slík alviðurkennd sönnun mundi einhverju breyta um hugsunarhátt og lífsafstöðu? Segjum svo loks, að allt það, sem hér á undan greinir, yrði sannað svo, að ekki kæmi þar til greina neinar rengingar, frekar en á því, að jörðin gengi kringum sólina — eða að til væri borg í útlandinu, sem héti París? ... Hvort mætti þá ekki Tíbet- hvolpurinn biða stundarkorn, meðan á rannsóknunum stæði? Plvort mundi þá ekki jafnvel Leningrad að þeim loknum óhættara en áður, án allrar vegsömunar úr f jarska?

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.