Morgunn - 01.12.1946, Qupperneq 70
140
MORGUNN
3.
Spíritisminn hefur yfirleitt verið hreyfing sjálfboðaliða,
undir forustu gáfaðra hugsjónamanna, stundum viður-
kenndra og hálærðra visindamanna, sem hafa tekið sér
fyrir hendur að athuga dulræn fyrirbrigði. Sumir forustu-
mannanna hafa í þetta ráðizt af einskærri þrá sinni til
meiri þekkingar, aðrir knúnir af innri þörf eftir að fá á
tímum efnishyggju sannanir fyrir lífi eftir dauðann, og
loks eru svo þeir, sem ekki sín vegna, heldur vegna mann-
kynsins, manneskjunnar í veröldinni, hafa séð þessar rann-
sóknir sem mikla og knýjandi nauðsyn, ef til vill sumir
við Ijósið frá persónulegri reynslu sinni. Þeir hafa séð,
margir hverjir, að trú ótal einstaklinga á æðri handleiðslu
og hjálp og á samvizkuna sem guðs rödd í manninum,
hefur ekki staðizt árásir efnishyggjunnar, og svo hafa
afleiðingarnar orðið ábyrgðarleysi og sóun andlegra og
efnislegra verðmæta og hrein og bein tortímingarstefna
hjá valdhöfum veraldar, í stað þess, að hin tæknilega
kunnátta og hin efnislegu verðmæti yrðu einstaklingum
og mannkyninu í heild til betra lífs og bættra skilyrða til
andlegs þroska. Þetta sáu þeir höfuðforvígismenn
spíritismans hér á landi. Haraldur Níelsson kallaði hann
„mikilvægasta málið í heimi“, og Björn Jónsson, sem var
einn af traustustu stuðningsmönnum hans hér, óskaði þjóð
sinni þess, að hún mætti verða ljóssæknasta þjóðin í
heimi, og mér er fullkunnugt um, að ekkert var Einari
Hjörleifssyni Kvaran meira áhugamál en það, að sú vissa
um framhaldslíf, sem fjölmargir hér á landi höfðu öðl-
azt, mætti eftir hans daga verða sem allra flestra hlut-
skipti um veröld alla, einmitt af því, að það var sannfær-
ing hans, að með þeirri vissu væri hægt að bjarga mann-
kyninu frá þeim ógnum, sem nú virðast við því blasa, ef
ekki verður stór breyting á horfinu. Af núlifandi mönn-
um vil ég minna á Kristin Daníelsson, fyrrverandi prófast
og alþingismann, sem hálfníræðum vex það ekki í aug-
um, að grípa pennann gegn hverjum, sem í hlut á, þeg-