Morgunn - 01.12.1946, Side 77
MORGUNN
147
hver vera þeim skynsamari og víðsýnni kæmi að þeim
og gæti komið fyrir þau vitinu?
Þess óskar áreiðanlega höfundur bókarinnar um Hafstein
miðil; þess óska fjölmargir, á hvern hátt sem þeir hugsa,
að hjálpin verði fengin.
Guðmundur Gíslason Hagálín.
KYNNI MIN AF MIÐLINUM
HAFSTEINI BJÖENSSYNI.
Eftir Friðgeir H. Berg.
Vorið 1946, í maimánuði, var ég um þriggja vikna tíma
í Reykjavík og bjó á Vitastíg 7, hjá Ingimar Jónssyni
skólastjóra og konu hans, Elínborgu Lárusdóttur, skáld-
konu. Hún var þá að leggja síðustu hönd á bókina „Mið-
illinn Hafsteinn Björnsson", og fékk ég að lesa handritið.
Ég hvatti frú Elínborgu til að fá það gefið út hið bráð-
asta, svo merkilegt þótt mér margt, sem þar er sagt frá
og vottfest er af merkum mönnum og konum.
Dag nokkurn, er ég sat inni í skrifstofu frú Elínborg-
ar, kom hún inn til mín með mann, er ég ekki þekkti og
kynnti hann fyrir mér, sem miðilinn Hafstein Björnsson.
Við höfðum ekki sézt áður. Mér varð starsýnna á Haf-
stein en góðu hófi gegndi, svo óvenjulegur þótti mér sá
svipblær, er yfir honuní' hvíldi. Mér fannst hann ekki vera
af þessum heimi.
Ég tók varla eftir því, að frú Elinborg dró gluggatjald-
lð niður, svo að herbergið varð alrokkið, en þá áttaði ég
mig á því, að mér ætti að gefast kostur á einkafundi. Und-
irbúningurinn tók örstutta stund. Ég sat rétt framan við
hnén á miðlinum og gat virt andlit hans fyrir mér, bæði
áður en hann festi dásvefninn, og meðan á honum stóð.