Morgunn - 01.12.1946, Qupperneq 78
148
MORGUNN
Það vakti athygli mina og undrun, hvernig svipur hans
óska fjölmargir, á hvern hátt sem þeir hugsa, að hjálpin
breyttist, allt eftir því, hver það var, sem talaði af munni
hans. Eftir að Hafsteinn hafði fest dásvefninn, talaði vera
af munni hans og yrti á frú Elínborgu og heilsaði. Rétt
á eftir kom önnur vera í sambandið; hún nefndist Ragna.
Hún heilsaði okkur, en sneri þá máli sínu til mín. Hún
bandi við mig, því ég hefði verið í „landinu rnikla", sem
nefnt væri Ameríka, en þar væri hún ókunnug og þekkti
ekki nöfn á sumu því, er þar bæri fyrir sig. Þá tók vera
sú, er nefndist Finna, við frásögninni. Hún kvaðst heldur
ekki treysta sér til að lýsa „landinu mikla“, svo aö mér
þætti því rétt lýst; en hún kvaðst ætla að freista að lýsa
gömlum bæ, er ég hefði verið gagnkunnugur á, áður en
ég hefði farið til Ameríku. Ég skildi þetta þannig, að þætti
mér sú lýsing fara svo nærri réttu, að ekki yrði um villzt,
þá hefði hún sannað mér, að hún gæti lýst íslenzkum stað-
háttum og öðrum hlutum svo rétt, að ég mætti einnig
taka mark á því, er hún segði um „landið mikla“.
Finna kvaðst sjá stóran bæ, er stæði framarlega á mjög
bröttmn hól eða brekku. Á þessum bæ, sagði hún, að ég
hefði verið gagnkunnugur og næstum daglegur gestur í
ungdæmi mínu. Þar hefði verið stór torfbær og orðinn
allgamall. Bóndinn, sem þar hefði búið í ungdæmi minu,
hefði heitið Árni. Hann væri farinn yfirum fyrir mörg-
um árum. Kona Árna hefði heitið Guðrún; hún væri fyrir
skömmu farin yfirum, og þá verið orðin blind. Finna lýsti
svo nákvæmlega hólnum eða brekkunni, er bærinn hefði
staðið á og öllu umhverfi bæjarins, að ég gat ekki verið
í neinum vafa um, að lýsingin átti við Auðbrekku í Hörg-
árdal, en það er fornt höfuðból og þar bjó Sigríður hin
stórráða síðustu æviár sín og byggði þar rausnarlega. Ég
átti heima á bæ, er Svíri hét, frá því að ég var fimm ára
og þar til ég fluttist til Ameríku seytján ára gamall, vor-
ið 1900. Svíri stóð í Auðbrekkutúninu, og er ekki lengra
á milli bæjanna, en að kallast má á á milli þeirra í kyrru