Morgunn - 01.12.1946, Side 79
MORGUNN
149
veðri. Síðustu árin, er ég átti heima á Svíra, bjuggu hjón
á Auðbrekku, er hétu Árni Jónatansson og Guðrún Jóns-
dóttir. Árni dó um 1920, en Guðrún andaðizt 1945, og hafði
þá verið blind í nokkur ár.
Lýsingin af bænum, umhverfi hans og hjónunum, er
þar bjuggu síðustu árin áður en ég fór af landi burt, var
svo Ijós og lifandi, að ég hlaut að sannfærast um gildi
hennar.
Þá tók Finna til að lýsa landslagi vestur í Ameríku og
tókst það svo vel, að ég hlustaði hugfanginn á orð hennar.
Hún lýsti sléttum, skógum og vötnum, járnbrautum og
járnbrautarlestum, en þó kvartaði hún um, að sér veitt-
ist erfitt að lýsa landinu, og sumu, er hún sæi, gæti hún
ekki lýst, því hún vissi ekki, hvað það væri — þekkti eng-
in nöfn á hlutunum.
Næst tók hún til að lýsa manni, er hún taldi víst að ég
kannaðist við — hann héti Ásgeir og hefði verið á fljóta-
bátnum. — Ég gat ekki munað eftir neinum Ásgeiri, er
verið hefði á nokkrum fijótabáti. Finna vildi sanna mér,
að hún færi með rétt mál, og sagði: „Hann hefir kæk“.
Ég spurði, hver hann hefði verið, en hún vildi hliðra sér
hjá að nefna hann, en er ég gekk á hana, sagði hún, að
honum hefði hætt til að spýta nokkuð nærri mönnum.
— Hann hefði tuggið tóbak.
Ég mundi þá eftir manni, er hafði þennan kæk, og hét
Ásgeir, en aldrei hafði ég heyrt þess getið, að hann hefði
verið á fljótabáti; lét Finna þá útrætt um Ásgeir. — Nokkru
síðar rifjuðust upp fornar minningar fyrir mér, er ég verð
að telja, að renni sterkum stoðum undir lýsingu Finnu.
Hún sagði, að margt manna væri samankomið hinum meg-
in, sem vildi láta mig vita af sér, því þeir hefðu allir þekkt
mig, en engin sérstök skilaboð hefðu þeir að flytja. —
Skyndilega þagnaði Finna, eins og athygli hennar hefði
beinzt að einhverju sérstöku, en tekur svo til máls, með
þeim rómblæ, er lýsti nokkurri furðu: „Það er kominn
svo snarborulegur lcarl. Hann er skrítinn. Hann er síkveð-