Morgunn


Morgunn - 01.12.1946, Side 80

Morgunn - 01.12.1946, Side 80
150 MÖRGUNN andi, og nafnið á honum er mjög óvenjulegt; hann var ekki skírður þessu nafni. Ég held ég geti náð þessu nafni — það er Káinn! En hann var ekki skírður þessu nafni, en hann var samt kallaður þetta“. Svo bætir hún við: „Hann Rögnvaldur er með honum! Þekktir þú Rögnvald?" „Það fer eftir því, hvaða Rögnvald þú ert að tala um“. „I-Iann Rögnvald, sem hún Elínborg þekkir“. Ég sagði, að ef hún ætti við dr. Rögnvald Pétursson, þá hefði ég þekkt hann, og frú Elínborg hefði einnig þekkt hann, enda hefðu þau verið skyld. Finna sagði, að þetta væri sami maðurinn og sá, er Elínborg þekkti. Ég spurði, hvort þeir Káinn og Rögnvaldur vildu tala við mig. Finna kvað þá aðeins vilja láta mig vita, að þeir væru fyrir handan. — Mig furðaði ekki, þó að þessir menn lcæmu þama fram, ég hafði þekkt þá báða, en hafði alls ekki búist við að frétta til þeirra á þann hátt, er orðið var. 1 lok fundarins sagði Finna, að komnar væru tvær kon- ur, sem vildu láta mig vita, að þær væru fyrir handan. „Sú þeirra, sem fyrr kom, heldur á stórri bók; þið hafið þekkzt. Nú sé ég, að hún heitir Guðrún Finnsdóttir. Hún hefur lika þekkt Elínborgu. Hin konan heldur einnig á bók, en það er illt að ná nafninu hennar, en á bak við hana eru miklir hamrar. — Nú hef ég náð nafninu, það er Guð- finna — Guðfinna frá Hömrum“. Ég spurði um erindi Guð- finnu, því henni hafði ég aldrei kynnzt, en Guðrúnu skáld- konu Finnsdóttur hefði ég verið gagnkunnugur, en að vísu fyrir löngu síðan, eða rúmlega þrjátíu árum. Finna sagði, að þessar konur vildu aðeins láta mig vita, að þær væru hinum megin, og að þar héldi tilveran áfram. Eftir fundinn áttum við Hafsteinn tal saman, og bað eg hann að finna mig, ef hann kæmi til Akureyrar, og hét Hafsteinn því. Fundum okkar Hafsteins bar næst saman í síðastliðn- um ágústmánuði, kom hann þá heim til mín, og áttum við þá samræðu um hlutskyggni. Eg rétti honum gamalt um- slag, sem bar nafn mitt og heimilisfang. Eg bað hann segja

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.