Morgunn - 01.12.1946, Page 89
MORGUNN 159
af Akranesi þenna sama dag, og stóð það allt heima við
lýsingu stúlkunnar á umhverfinu.
Frá þessu sagði Hólmfríður Steindórsdóttir, dóttir hjón-
anna, sem fyrr getur. Var hún stödd á engjunum, er stúlk-
an sá sýnina og var að raka hey. Hólmfríður var vel greind
og skýrleikskona. Hún fór síðar til Ameríku og giftist þar.
Síra Ragnar Benediktsson hefir sent Morgni þessar sög-
ur; voru þær skráðar eftir ömmu hans, Hólmfríði Sigurð-
ardóttur Jónssonar frá Gautsstöðum, þess er getur í fyrri
frásögninni, en hún og Hólmfríður sú, er getur í siðari sög-
unni, voru systkinadætur. Þótt langt hafi liðið frá því, er
atburðurnir gerðust og til þess, er þeir voru skrásettir,
sýnist hér vera um merkileg dæmi fjarskyggni að ræða.
Ritstj.