Morgunn - 01.06.1956, Blaðsíða 8
2
MORGUNN
bárust að mér, átti ég að bægja þeim burt. Maður á að
geta ráðið við þetta. Ég er sannfærð um, að umhverfið
er þrungið lífi. Við vitum, að umhverfis okkur eru hljóð,
sem eyrun geta ekki gripið. Hvers vegna skyldu þá ekki
einnig vera þar hlutir, sem augun geta
afan ei.i a. grejn^-?« j fjölmörgum blaðagreinum
og bókum hefir hin aldna skáldkona brýnt lesendur sína
til að gefa sálrænu málunum gaum, um það hefir hin
hreinskilna og máldjarfa baráttukona ekki viljað þegja,
hvers virði spíritisminn hefir verið henni á langri ævi, og
hvert erindi hann á til nútímamannsins: „Munið, að
spíritisminn er göfugt málefni. Hann er leit andans að
vitneskju um lífið hér og lífið þar, hann er leit að lausn
hinnar eilífu gátu: Hvaðan komum við ? Hvert förum við ?
Hvers vegna erum við til? Spíritisminn er í þjónustu sið-
menningarinnar“.
MORGUNN hefir áður sagt frá samtökum enskra
kirkjumanna um að kynna sér sálarrannsóknamálið. Þau
hafa beitt sér fyrir fræðslu- og umræðufundum um málið
víðsvegar um Bretland, og hefir aðsóknin
_ . ° . jafnan verið mjög mikil. Á þessum samkom-
ís °pmn. um flytja fyrst tveir menn stutt inngangs-
erindi, síðan er gestunum skipt í smáflokka og umræður
hefjast. Fjórði brezki biskupinn hefir nýlega bætzt sam-
tökunum, er það hinn nýkjörni biskup í Worchester, Char-
les-Edwards, sem áður var prestur við eina af höfuðkirkj-
um Lundúna. Er hann, ásamt hinum biskupunum, kjörinn
heiðurs-varaforseti samtakanna.
Kirkjudeild Meþódista er afar fjölmenn í hinum ensku-
mælandi heimi og raunar víðar. f Svíþjóð er hún öflug og
gefur út víðlesið dagblað, Svenska Morgonbladet. Þessi
K • fjölmenna kirkjudeild hefir átt mörgum
ra J ágætismönnum á að skipa, eins og einum
víðkunnasta predikara Breta, sem nú er uppi, mælsku-
manninum dr. Leslie Weatherhead, en löngum hefir hún
verið talin fremur íhaldssöm á trúarskoðanir. Þess vegna
i