Morgunn - 01.06.1956, Blaðsíða 12
Katrín Smári, cand. plnil.:
Brot úr sálrænni reynslu minni.
★
Það, sem ég ætla að tala um í kvöld, eru ekki neinar
sannanir fyrir öðru lífi, — ef einhverjir telja sig hafa
fengið sannanir, gegnum þá takmörkuðu miðilshæfileika,
sem ég hef yfir að ráða, þá hafa þær vonandi verið þeim
til gleði, — ég hefi ekki haldið neinu slíku saman, en ég
tek af öllu hjarta undir með skáldinu: „þín náðin drott-
inn nóg mér er, því nýja veröld gafstu mér“, — það sem
ég hefi upplifað, hefir styrkt mína trú, og er nóg fyrir
mig. Nei, þessi orð eru meira hugleiðingar á víð og dreif,
og skal ég ekki hafa þennan formála lengri.
Þegar talað er um „að taka sinnaskiptum“, er venju-
lega átt við það, að maður snúist frá vantrú til trúar.
Sinnaskiptum í trúarlegri merkingu orðsins, einkum
snöggum sinnaskiptum frá vantrú, til ákveðinnar trúar
á æðri máttarvöld og kærleika þeirra og handleiðslu, fylg-
ir að jafnaði mikil gleði eða hrifning, sem ber vitni um,
að þar hafi maðurinn fundið sjálfan sig í æðri og dýpri
merkingu en áður, um leið og hann hefir fundið guð. Þess-
ari breytingu á sálarlífinu fylgir oft æðra og fyllra líf,
meiri hæð og dýpt og vídd í sálinni, meiri máttur til hins
góða, en á hinn bóginn er hætt við því, að sálarlífið kunni
að þrengjast, — verða þröngsýnna og ófrjálsara en áður,
eins og oft á sér stað. En þrátt fyrir það, getur ágóðinn,
hinn andlegi gróði af sinnaskiptunum verið meiri en tap-
ið, og verið til góðs fyrir andlegt líf mannsins.
En sinnaskiptin geta líka verið breyting frá trú til van-
trúar, og þeim sinnaskiptum getur líka fylgt gleði. „Þú