Morgunn - 01.06.1956, Síða 22
16
MORGUNN
við mig sat frú Creig. Til hægri handar henni sat prestur
nokkur, og á ásjónu hans mátti lesa bæði geig og forvitni.
Aðrir fundargestir voru gestir í Cecil-gistihúsinu. Við
vorum tíu talsins.
Nú var ljósið slökkt og samstundis sáum við, að á hvor-
um enda strengjahljóðfærisins voru sjálflýsandi blettir,
svo að unnt væri að fylgjast með hreyfingum þess í myrkv-
uðu herberginu. Blettirnir voru um það bil fimmeyrings
stórir.
Innan tveggja mínútna var hljóðfærið farið að svífa
yfir höfðum okkar, fundargestanna, og á það var leikið
lagið „Klukkurnar“. í byrjun sveif það hægt um í loftinu,
en hraðinn jókst, unz það snerist svo geysiört, að sjálflýs-
andi blettirnir mynduðu eins og logandi hring í loftinu.
Annað eins fyrirbrigði hefi ég aldrei á ævi minni séð, ann-
að eins undur sálræns kraftar. Bjölluhringingin yfir höfð-
um okkar var eins og við sætum undir hringingu í kirkju-
turni.
Aflíkaming.
Skyndilega heyrðum við högg í loftið. Ljósin á strengja-
hljóðfærinu hurfu okkur, eins og þau hefðu farið í gegn
um loftið, en viðstöðulaust var haldið áfram að leika á
hljóðfærið þar uppi. Þetta stóð yfir í um það bil 20 sek-
úndur. Þá var eins og okkur væri gefið merki aftur með
þungu höggi á gólffjalirnar í herberginu fyrir ofan okkur,
og nú urðu ljósin aftur sýnileg, eins og hefðu þau komið
í gegn um loftið. Með enn meiri hávaða og krafti snerist
hljóðfærið en fyrr.
Nú smádó lagið út, unz það dó út til fulls. Þá leið hljóð-
færið aftur niður, sveif hægt um herbergið og snerti hvern
einstakan af fundargestunum á höfuðið.
Sir William Crookes hvíslaði í eyra mér: „Ég á mjög
kæra vinkonu í andaheiminum, og ef henni geðjast að
yður mun hún koma og líkama hægri hönd sína í vinstri
hendi yðar. Hún gerir það ævinlega, þegar henni geðjast