Morgunn - 01.06.1956, Blaðsíða 24
18
MORGUNN
Lýs, milda ljós, í gegn um þennan geim,
mig glepur sýn.
Því nú er nótt og harla langt er heim,
ó, hjálpin mín.
Styð þú minn fót, þótt fetin nái skammt.
Ég feginn verð, ef áfram miðar samt.
(Matth. Jochumsson þýddij
Eins og sjá má af þessari frásögu, voru hæfileikar
„blinda miðilsins" furðulegir, enda sannfærðust margir
hjá honum um sannleiksgildi spíritismans, og margir
þeirra manna sem urðu áhrifamiklir boðendur framhalds-
lífsins. Meðal margra annarra skrifaði enska skáldkonan
Florence Marryat, sem síðar segir frá í riti þessu, mikið
um fundi þá, sem hún sat með honum. Usborne Moore að-
míráll minnist afar lofsamlega á Cecil Husk í bókum
sínum.
Blað danskra spíritista
getur tveggja predikana kunnra, danskra kcnnimanna, sem útvarp-
að var á páskunum í vor. Þar var talað um dauðann sem hinn mikla
óvin, er mannshjartað hlyti að vera í sterkustu andstöðu við, eink-
um þegar hann svipti oss hinum ungu, börnum og barnabörnum.
Um þá, sem hyrfu af jörðunni, gætum vér ekkert vitað. Enginn
þeirra hefði komið til vor aftur með nokkurn boðskap.
Ritstjóri blaðsins gagnrýnir sterklega þessar útvarpspredikanir
og spyr, hvert erindi slíkir prestar eigi til almennings á upprisu-
hátíð kristninnar. Og til þess að gefa lesendum sínum hugmyndir
um önnur sjónarmið kristins kennimanns, birtir blaðið fyrri hluta
af erindi próf. Haralds Níelssonar: Um dauðann. Síðari hluti erind-
isins er væntanlegur i næsta tölublaði blaðsins.
A