Morgunn - 01.06.1956, Síða 25
Vitrananunnan frá Avila,
Teresa di Jesus.
★
Pyrir alla þá, sem áhuga hafa fyrir sálarrannsóknum
og miðlafyrirbrigðum, er næsta girnilegt til fróðleiks að
kynnast vitranafólki kirkjunnar á liðnum öldum. I frum-
kristninni, og þó einkanlega í söfnuðum Páls postula,
þóttu andagáfurnar — en svo voru sálrænar gáfur þá
kallaðar — sjálfsagt einkenni kristilegs safnaðarlífs.
Kristindómsboðunin í orði, líknarstarf fyrir bágstadda og
náðargáfur til að vinna kraftaverk voru höfuðatriði safn-
aðarlífsins.
Kristindómsboðuninni í orði og líknarmálum þykir enn
sjálfsagt að sinna. En þriðja einkenninu: hæfileikanum
til að vinna kraftaverk, hefir kirkjan að mestu leyti
gleymt, og það jafnvel svo, að víða innan kristninnar
bykir réttast að minnast ekki á slíka hluti.
Þó er það svo, að á öllum öldum hafa sálrænar gáfur
verið förunautar margra þeirra, sem hæst hafa risið inn-
an kristinnar kirkju. Og á það þó einkum við rómversk-
kaþólska menn, og alveg sérstaklega við suma af dýrling-
u® þeirrar kirkjudeildar.
Prá einum þessara dýrlinga, vitrananunnunni frá
Avila, sem fræg er undir nafninu: Teresa di Jesus,
ætla ég að segja nokkuð. Raunar voru vitranir hennar
æði líkar öðrum vitrunum klaustrafólksins og túlkaðar
stranglega út frá rómversk-kaþólskum sjónarmiðum. En
vegna þess að ævisaga hennar, líf hennar og starf, var
ævintýralega merkileg, mun ég halda mér öllu frem-
ur að henni, og gefa þannig mynd af þessari merkilegu
konu.