Morgunn - 01.06.1956, Side 27
MORGUNN
21
ist lofa henni svo miklu. Um þetta leyti kynntist hún ung-
um manni, og felldu þau hugi saman. Með mestu leynd átti
hún með honum rómantíska kvöldfundi í garðinum hjá
húsi hennar. Og í klausturklefanum, þar sem hún ritaði
sevisögu sína löngu síðar, segir hún með elskulegri ein-
isegni frá þessari æskuást. En sem nunna í helgum steini
og heilög kona varðveitti hún ævilangt samúð sína með
öllum heilbrigðum og sjálfsögðum hræringum mannlegs
lífs.
En nú urðu þau tímamót í lífi hennar, sem áttu eftir að
verða afdrifaríkari en nokkurn hafði grunað. María, syst-
ir hennar, átti að fara að giftast, og sennilega samkvæmt
gamalli spánskri reglu krafðist faðir hennar þess, að með-
an á giftingarundirbúningi systur hennar stæði, færi hún
í klaustur, þar sem Ágústusarnunnur ráku skóla fyrir
ungar dætur hefðarfólks.
Teresu var mjög á móti skapi, að hverfa frá sínu glaða
æskulífi, þótt ekki væri nema um stund, því að faðir henn-
ar ætlaði henni engan veginn að verða nunna. En hún
beygði sig fyrir vilja hans. Hún gat ævinlega beygt sig,
þegar þörf krafði. Með þungum huga en virðulegri rósemi
gekk hin unga aðalsmær inn um klausturhliðin. í klaustr-
inu ætlaði hún sér vissulega ekki að dveljast nema um
stund.
Og hvílík umskipti biðu hennar! Við ástúð föður síns,
aðdáun vinanna mörgu og hið glaða, létta samkvæmislíf
var hún að segja skilið. Nunnurnar lifðu í öðrum heimi
en hinir glöðu æskufélagar Teresu, og að strangleika
þeirra og alvöru gazt henni engan veginn. 1 ævisögu sinni
segir hún, að í byrjun hafi sér leiðst óstjórnlega í klaustr-
inu, að sál sín hafi verið í harðri uppreisn gegn hinni
ströngu reglu og meinlætalífi sumra klaustui'systranna.
En hún var viljasterk, beygði sig undir klausturagann
eins og þurfti. Brátt ávann hún sér velvild systranna og
fékk sjálf miklar mætur á yfirkennslusysturinni, sem
virðist hafa verið mikilhæf kona að vitsmunum og mann-