Morgunn


Morgunn - 01.06.1956, Side 27

Morgunn - 01.06.1956, Side 27
MORGUNN 21 ist lofa henni svo miklu. Um þetta leyti kynntist hún ung- um manni, og felldu þau hugi saman. Með mestu leynd átti hún með honum rómantíska kvöldfundi í garðinum hjá húsi hennar. Og í klausturklefanum, þar sem hún ritaði sevisögu sína löngu síðar, segir hún með elskulegri ein- isegni frá þessari æskuást. En sem nunna í helgum steini og heilög kona varðveitti hún ævilangt samúð sína með öllum heilbrigðum og sjálfsögðum hræringum mannlegs lífs. En nú urðu þau tímamót í lífi hennar, sem áttu eftir að verða afdrifaríkari en nokkurn hafði grunað. María, syst- ir hennar, átti að fara að giftast, og sennilega samkvæmt gamalli spánskri reglu krafðist faðir hennar þess, að með- an á giftingarundirbúningi systur hennar stæði, færi hún í klaustur, þar sem Ágústusarnunnur ráku skóla fyrir ungar dætur hefðarfólks. Teresu var mjög á móti skapi, að hverfa frá sínu glaða æskulífi, þótt ekki væri nema um stund, því að faðir henn- ar ætlaði henni engan veginn að verða nunna. En hún beygði sig fyrir vilja hans. Hún gat ævinlega beygt sig, þegar þörf krafði. Með þungum huga en virðulegri rósemi gekk hin unga aðalsmær inn um klausturhliðin. í klaustr- inu ætlaði hún sér vissulega ekki að dveljast nema um stund. Og hvílík umskipti biðu hennar! Við ástúð föður síns, aðdáun vinanna mörgu og hið glaða, létta samkvæmislíf var hún að segja skilið. Nunnurnar lifðu í öðrum heimi en hinir glöðu æskufélagar Teresu, og að strangleika þeirra og alvöru gazt henni engan veginn. 1 ævisögu sinni segir hún, að í byrjun hafi sér leiðst óstjórnlega í klaustr- inu, að sál sín hafi verið í harðri uppreisn gegn hinni ströngu reglu og meinlætalífi sumra klaustui'systranna. En hún var viljasterk, beygði sig undir klausturagann eins og þurfti. Brátt ávann hún sér velvild systranna og fékk sjálf miklar mætur á yfirkennslusysturinni, sem virðist hafa verið mikilhæf kona að vitsmunum og mann-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.