Morgunn - 01.06.1956, Síða 38
32
MORGUNN
stjórnanda reglunnar, að taka tafarlaust að sér príorinnu-
starfið í gamla klaustrinu hennar, Encarnacion, og endur-
bæta allt skipulag klaustursins.
Einmitt í Encarnacion átti Teresa frá fyrri árum erfið-
ustu og harðsnúnustu andstæðinga sína. Samt hélt hún
rakleiðis þangað, og voru henni fengnir tveir munkar til
fylgdar. Annað þótti ekki tiltækilegt vegna mótþróans,
sem vitað var að henni yrði sýndur. Þess gerðist full þörf.
Nunnurnar neituðu henni um hvers konar hlýðni, en Ter-
esa lét sig ekki. Með festu, auðmýkt og kærleika stjórnaði
hún, og á þrem árum tókst henni algerlega að umskapa
þetta klaustur, sem hafði verið höfuðvígi andstæðinga
hennar. Svo alger var sigurinn, að systurnar hörmuðu
sáran, þegar Teresa fór burt.
Nú var hún orðin gömul kona og hrum. Hið óhemju-
lega starf, ásamt sjúkdómum, vökum og ströngum föstum,
hafði sett djúp spor á líkama hennar, en eldur sálarinnar
virtist óslökkvandi. Hún kaus nú yfirmann munkaklaustr-
um sínum, hreinan, göfugan mann, en ekki að sama skapi
viljafastan. Árásir hófust á klaustrin, ný málaferli komu
upp, og loks var Teresa dæmd til að loka sig ævilangt í
klaustri, fara þaðan aldrei aftur út, og stofna ekki fleiri
endurbætt klaustur.
Þetta var reiðarslag fyrir hana. Vinir hennar örvæntu,
en sjálf missti hún hvorki von né kjark. Hún settist að í
klaustrinu í Toledo, og enn hófu óvinir hennar málaferli
gegn henni. Margar sakir voru henni bornar á brýn, glæp-
ir og jafnvel óskírlífi. Meðan persónulegar árásir á hana
gengu hæst, sat hún róleg í klausturklefanum sínum, sagði
ekki orð sér til varnar, en sat við að skrifa andlegustu
bókina, sem hún reit, Hinn innri kastali. Þar rekur hún
feril mannssálarinnar í gegn um margar vistarverur til
hins endanlega heimkynnis, til Guðs. En þegar munkar
hennar verða fyrir árásum og líkamlegu ofbeldi og svo
sýnist sem andstæðingunum muni takast að jafna klaust-
ur þeirra við jörð, þá grípur hin aldraða, hruma og of-