Morgunn


Morgunn - 01.06.1956, Síða 38

Morgunn - 01.06.1956, Síða 38
32 MORGUNN stjórnanda reglunnar, að taka tafarlaust að sér príorinnu- starfið í gamla klaustrinu hennar, Encarnacion, og endur- bæta allt skipulag klaustursins. Einmitt í Encarnacion átti Teresa frá fyrri árum erfið- ustu og harðsnúnustu andstæðinga sína. Samt hélt hún rakleiðis þangað, og voru henni fengnir tveir munkar til fylgdar. Annað þótti ekki tiltækilegt vegna mótþróans, sem vitað var að henni yrði sýndur. Þess gerðist full þörf. Nunnurnar neituðu henni um hvers konar hlýðni, en Ter- esa lét sig ekki. Með festu, auðmýkt og kærleika stjórnaði hún, og á þrem árum tókst henni algerlega að umskapa þetta klaustur, sem hafði verið höfuðvígi andstæðinga hennar. Svo alger var sigurinn, að systurnar hörmuðu sáran, þegar Teresa fór burt. Nú var hún orðin gömul kona og hrum. Hið óhemju- lega starf, ásamt sjúkdómum, vökum og ströngum föstum, hafði sett djúp spor á líkama hennar, en eldur sálarinnar virtist óslökkvandi. Hún kaus nú yfirmann munkaklaustr- um sínum, hreinan, göfugan mann, en ekki að sama skapi viljafastan. Árásir hófust á klaustrin, ný málaferli komu upp, og loks var Teresa dæmd til að loka sig ævilangt í klaustri, fara þaðan aldrei aftur út, og stofna ekki fleiri endurbætt klaustur. Þetta var reiðarslag fyrir hana. Vinir hennar örvæntu, en sjálf missti hún hvorki von né kjark. Hún settist að í klaustrinu í Toledo, og enn hófu óvinir hennar málaferli gegn henni. Margar sakir voru henni bornar á brýn, glæp- ir og jafnvel óskírlífi. Meðan persónulegar árásir á hana gengu hæst, sat hún róleg í klausturklefanum sínum, sagði ekki orð sér til varnar, en sat við að skrifa andlegustu bókina, sem hún reit, Hinn innri kastali. Þar rekur hún feril mannssálarinnar í gegn um margar vistarverur til hins endanlega heimkynnis, til Guðs. En þegar munkar hennar verða fyrir árásum og líkamlegu ofbeldi og svo sýnist sem andstæðingunum muni takast að jafna klaust- ur þeirra við jörð, þá grípur hin aldraða, hruma og of-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.