Morgunn


Morgunn - 01.06.1956, Side 39

Morgunn - 01.06.1956, Side 39
MORGUNN 33 öótta nunna pennann og ritar konunginum áhrifamikið bréf, þar sem hún biður um vernd hans. Ofsóknunum held- ur áfram. Nunnur Teresu eru hver af annarri dregnar fyrir trúvillingadómstólinn. Þeim er skipað að hætta við regluhald Teresu, en fæstar þeirra gegndu því nokkuru. Tímar líða og nú situr Teresa sem eins konar fangi í klaustri sínu í Avila og er í stöðugu bréfasambandi við öll ófsóttu klaustrin. Hún veit, hve mikið veltur nú á fram- kvæmdum hennar og hver stundin er dýrmæt, en þá verð- ur hún fyrir því óhappi á aðfangadagskvöld, að detta og handleggsbrotna. En heyrnarvottar rómuðu gleðina og þróttinn í rödd hennar, er hún söng messusönginn í kirkj- unni handleggsbrotin á jólanótt. Beztu vinir hennar og samherjar eru settir í fangelsi eða gæzluvarðhald, og mjög lítur illa út um málefni henn- ar, enda sjá vinir hennar, að nú er hún komin á fallanda fót. En enn hættir hún ekki að vona. Nú verða veðrabrigði við hirðina í Mádrid. Teresa skilur, eins og áður, á undan öðrum, hvað um er að vera, og hún skrifar eldleg bréf vin- um sínum í Madrid. Hún særir þá að nota nú tækifærið, sem breytt aðstaða við hirðina gefi þeim til að vinna mál- efninu gagn. Eldurinn í sál hennar hrífur þá. Og árið 1581 vinnur hún þann stóra sigur, að endurbættu klaustr- iu hennar fá fulla staðfestingu og endanlega viðurkenn- iugu bæði páfa og konungs. Þegar Teresa fékk, veik og þjökuð, þessa frétt, varð hún eins og uppljómuð annar- iégri gleði. Hún skundaði inn í klausturkirkjuna, þar sem hún og nunnur hennar sungu á hnjánum frammi fyrir há- altarinu latneska lofsönginn gamla: Te Deum (Þig Guð vor, Drottinn, göfgum vér). Meðan á þessum ofsóknum stóð, voru sex ný klaustur reist. Fjögur þeirra opnaði hún sjálf, en við vigslu hinna fveggja var henni bannað að vera. I aprílmánuði 1582 öpnaði hún síðasta klaustrið sitt í Burgos. 1 rauninni var hún alls ekki ferðafær, en hún vildi fyrir alla muni efna gamalt loforð, og í nístandi vetrarkulda lagði hún af stað 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.