Morgunn - 01.06.1956, Síða 42
Robert Goldsbrough:
Miðlar, sem eldur gat ekki brennt.
★
í lok síðustu heimsstyrjaldar kom til mín í heimsókn
Nicholas Chard, hinn kunni miðill í Suður-Afríku. Ég
hafði átt bréfaskipti við hann um skeið.
1 þrjár vikur, sem hann var gestur minn, hafði ég ríku-
leg tækifæri til að ganga úr skugga um merkilegar miðils-
gáfur hans.
Chard tók sálrænar ljósmyndir, og andamyndir komu
fram á ljósmyndaplötum hjá honum, þótt ekki væri notuð
Ijósmyndavél. Þess utan var hann transmiðill og miðill
fyrir beinar raddir. En merkilegasti hæfileiki þessa smá-
vaxna manns var sá, að hann gat leikið sér með eld, án
þess hann sakaði.
1 transi tók hann rauðglóandi eldskörung beint úr eld-
inum, tók sinni hendi um hvorn enda hans og beygði hann
síðan í krók. Hann undirbjó ekki hendur sínar fyrir þetta,
og ekki sást á höndum hans nokkur vottur bruna, er hann
hafði lagt glóandi skörunginn frá sér.
Þetta fyrirbæri gerðist margsinnis hjá honum með til-
raunamönnum hans heima. Hér á landi var þetta ekki
reynt. Andastjórnandi hans kvartaði yfir því, að hann
gæti ekki skapað réttu skilyrðin hér á Englandi. Sjálfur
hafði Chard tilhneigingu til að ætla, að orsökin væri skort-
ur fundargesta á trú. En hvað sem því líður, gátu hvorki
andastjórnendur Chards né tilraunamenn þeir, sem með
honum unnu, gefið nokkra skynsamlega skýringu á þessu
fyrirbæri, að eldur virtist ekki geta sakað hann, meðan
hann var í transi.